Webber og Vettel ekki mismunað í titilslagnum 5. nóvember 2010 10:01 Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel hafi ekki verið mismunað hjá liðinu á keppnistímabilinu og báðir fái fullan stuðning liðsins. Horner segir að ummæli Mark Webber, ef rétt túlkuð í fjölmiðlum gætu sært menn innan liðsins, en Webber lét í veðri vaka í gær að Vettel væri í uppáhaldi hjá liðinu samkvæmt frétt á autosport.com. Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso, en Vettel er í fjórða sæti. Webber er 11 stigum á eftir Alonso, en Vettel 25 stigum þegar tvö mót eru eftir. Sumir telja að Red Bull eigi að setja allan kraft á bakvið Webber um helgina, þar sem hann eigi meiri möguleika á titlinum en Vettel, en Horner vill gæta jafnræðis á meðan báðir eiga möguleika á titli. Báðir ökumennirnir féllu úr leik í síðustu keppni, sem varð til þess að Alonso náði forystu í stigamótinu. Webber vildi samkvæmt frétt á autosport.com meina að það væri meiri stuðningur innan Red Bull við Vettel þar sem hann væri yngri að árum og gaf í skyn að gott væri að hann fengi sjálfur meiri stuðning í ljósi stöðunnar í stigakeppni ökumanna. Annars væri meiri hætta á því að missta titlil möguleikanna úr höndum Red Bull. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða, en McLaren Mercedes og Ferrari eru næst liðinu, auk þess sem báðir ökumenn liðsins eiga möguleika á titili ökumanna. "Hvað sem er best að gera varðandi möguleikanna í meistarakeppninni, þá munum við sjá á mánudag eftir mótið í Abu Dhabi, hvort hlutirnir voru rétt gerðir", sagði Webber meðal annars um málið. En á móti hugmyndum Webbers kemur að liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þó menn hafi komist upp með slíkt í gegnum tíðina. Sérstaklega á lokaspretti meistaramótsins. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og liðið í óvenjulegri stöðu og báðir ökumenn eru í keppni um titilinn. Það væri rangt af liðinu að mismuna ökumönnunum", sagði Horner um málið. Hann sagði eðlilegt að þegar liðsmenn innan sama liðs væru í samkeppni, að þá gæti menn verið tilfinningasamir. Horner gat þess líka í öðru viðtali að Red Bull myndi spila á stöðuna í stigamótinu, ef aðstæður krefðust þess þegar á hólminn er komið. Vettel tjáði sig líka um umrædd ummæli Webbers. "Það hafa allir sínar skoðanir, en í mínum huga þá höfum við báðir fengið sömu tækifæri á mótshelgum að standa okkur. Liðið færir okkur góðan bíl, þar sem við höfum getað slegist um sigra og að komast á verðlaunapall. Ég tel að það sé ekkert samsæri í gangi. Það er það síðasta sem ég hugsa", sagði Vettel. "Það eru tvö mót eftir og hlutirnir geta breyst hratt, þannig að ég er fullur vonar og það eina sem við getum gert er að ná hastæðum úrslitum. Svo þurfum við smá heppni með það hvar keppinautar okkar lenda hvað sæti varðar. En við munum berjast og ekki gefast upp", sagði Vettel. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel hafi ekki verið mismunað hjá liðinu á keppnistímabilinu og báðir fái fullan stuðning liðsins. Horner segir að ummæli Mark Webber, ef rétt túlkuð í fjölmiðlum gætu sært menn innan liðsins, en Webber lét í veðri vaka í gær að Vettel væri í uppáhaldi hjá liðinu samkvæmt frétt á autosport.com. Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Fernando Alonso, en Vettel er í fjórða sæti. Webber er 11 stigum á eftir Alonso, en Vettel 25 stigum þegar tvö mót eru eftir. Sumir telja að Red Bull eigi að setja allan kraft á bakvið Webber um helgina, þar sem hann eigi meiri möguleika á titlinum en Vettel, en Horner vill gæta jafnræðis á meðan báðir eiga möguleika á titli. Báðir ökumennirnir féllu úr leik í síðustu keppni, sem varð til þess að Alonso náði forystu í stigamótinu. Webber vildi samkvæmt frétt á autosport.com meina að það væri meiri stuðningur innan Red Bull við Vettel þar sem hann væri yngri að árum og gaf í skyn að gott væri að hann fengi sjálfur meiri stuðning í ljósi stöðunnar í stigakeppni ökumanna. Annars væri meiri hætta á því að missta titlil möguleikanna úr höndum Red Bull. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða, en McLaren Mercedes og Ferrari eru næst liðinu, auk þess sem báðir ökumenn liðsins eiga möguleika á titili ökumanna. "Hvað sem er best að gera varðandi möguleikanna í meistarakeppninni, þá munum við sjá á mánudag eftir mótið í Abu Dhabi, hvort hlutirnir voru rétt gerðir", sagði Webber meðal annars um málið. En á móti hugmyndum Webbers kemur að liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þó menn hafi komist upp með slíkt í gegnum tíðina. Sérstaklega á lokaspretti meistaramótsins. "Við erum með tvo frábæra ökumenn og liðið í óvenjulegri stöðu og báðir ökumenn eru í keppni um titilinn. Það væri rangt af liðinu að mismuna ökumönnunum", sagði Horner um málið. Hann sagði eðlilegt að þegar liðsmenn innan sama liðs væru í samkeppni, að þá gæti menn verið tilfinningasamir. Horner gat þess líka í öðru viðtali að Red Bull myndi spila á stöðuna í stigamótinu, ef aðstæður krefðust þess þegar á hólminn er komið. Vettel tjáði sig líka um umrædd ummæli Webbers. "Það hafa allir sínar skoðanir, en í mínum huga þá höfum við báðir fengið sömu tækifæri á mótshelgum að standa okkur. Liðið færir okkur góðan bíl, þar sem við höfum getað slegist um sigra og að komast á verðlaunapall. Ég tel að það sé ekkert samsæri í gangi. Það er það síðasta sem ég hugsa", sagði Vettel. "Það eru tvö mót eftir og hlutirnir geta breyst hratt, þannig að ég er fullur vonar og það eina sem við getum gert er að ná hastæðum úrslitum. Svo þurfum við smá heppni með það hvar keppinautar okkar lenda hvað sæti varðar. En við munum berjast og ekki gefast upp", sagði Vettel.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira