Ekki félagshyggjustjórn enn Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2010 09:13 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar