Íslenski boltinn

Breiðholtsliðin Leiknir og ÍR með fullt hús á toppi 1. deildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Björnsson varði víti í kvöld og tryggði Þrótturum 1-0 sigur.
Haraldur Björnsson varði víti í kvöld og tryggði Þrótturum 1-0 sigur. Mynd/Valli
Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir, eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild karla í fótbolta, eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Víkingur, KA og HK unnu einnig sína leiki í fyrstu umferð en náðu ekki að fylgja þeim sigrum eftir í kvöld.

Hilmar Árni Halldorsson tryggði Leikni 1-0 sigur á Þór Akureyri og Björn Viðar Ásbjörnsson skoraði bæði mörk ÍR-inga í 2-1 sigri í Njarðvík.

Oddur Björnsson og Haraldur Björnsson tryggðu Þrótti 1-0 útisigur á HK. Oddur skoraði sigurmarkið á 65. mínútu og Haraldur Björnsson varði víti frá HK-manninum Ásgrími Albertssyni á 71. mínútu.

Pétur Georg Markan tryggði Fjölni 2-2 jafntefli á móti Víkingum eftir að Dofri Sveinsson og Þorvaldur Sveinsson höfðu komið Víkingsliðinu tvisvar yfir.

Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:

KA-Grótta 1-1

Haukur Hinriksson (70.) - Magnús Bernhard Gíslason (73.)

HK-Þróttur 0-1

0-1 Oddur Björnsson (65.)

Leiknir R.-Þór Ak. 1-0

Hilmar Árni Halldórsson

Fjölnir-Víkingur 2-2

Viðar Guðjónsson, Pétur Georg Markan - Dofri Snorrason, Þorvaldur Sveinsson

Njarðvík-ÍR 1-2

Ísleifur Guðmundsson (43.) - Björn Viðar Ásbjörnsson 2 (26., 55.)

Upplýsingar um markaskora úr leikjunum eru fengnar frá vefsíðunni fotbolti.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×