Briatore: Betra skipulag Formúlu 1 nauðsynlegt 4. maí 2010 17:29 Hjónakornin Elisabeta Gregoraci og Flavio Briatore njóta lífsins án Formúlu 1. Mynd: Getty Images Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. "Ég held að eftir að hafa unnið sjö titla með tveimur mismunandi liðum, þá myndi ekki skipta mig að bæta þeim áttunda við. Það var kraftaverk að vinna með Renault 2005-2006 og maður getur ekki skapað kraftaverk endalaust.Ég hef ekki lengur sama áhuga á Formúlu 1. Adrenalínið er ekki til staðar. Ég sakna þess ekkert.", sagði Briatore í frétt á autosport.com sem vitnar í ítalska tímaritið Autosprint. Hann telur að bæta þurfi umgjörðina um Formúlu 1 og telur að FIA hafi farið ranga leið í að hleypa nýjum liðum inn í íþróttina í stað þess að leyfa liðum sem voru fyrir að mæta með þriðja keppnisbílinn í mótin. "Það ríkir ringulreið í Formúlu 1 og það hlýtur að breytast. Ég sé ekki að íþróttin eigi bjarta framtíð miðað við núverandi stöðu. Við vildum þriggja bíla lið, en í staðinn opnaði FIA leiðina fyrir lið sem höfðu ekkert fjármagn. Ég tel að það hafi verið slæm ákvörðun." "Það eru lið í Formúlu 1 sem eru tveimur sekúndum fljótari en GP2 lið og verja til þess 60-70 miljónum evra á meðan GP2 lið kosta til þremur. Það er eitthvað að þar á bæ... ", sagði Briatore, en GP 2 mótaröðin er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1 að styrkleika. Úr þeirri mótaröð hafa margir Formúlu 1 ökumenn stigið upp í Formúlu 1. Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. "Ég held að eftir að hafa unnið sjö titla með tveimur mismunandi liðum, þá myndi ekki skipta mig að bæta þeim áttunda við. Það var kraftaverk að vinna með Renault 2005-2006 og maður getur ekki skapað kraftaverk endalaust.Ég hef ekki lengur sama áhuga á Formúlu 1. Adrenalínið er ekki til staðar. Ég sakna þess ekkert.", sagði Briatore í frétt á autosport.com sem vitnar í ítalska tímaritið Autosprint. Hann telur að bæta þurfi umgjörðina um Formúlu 1 og telur að FIA hafi farið ranga leið í að hleypa nýjum liðum inn í íþróttina í stað þess að leyfa liðum sem voru fyrir að mæta með þriðja keppnisbílinn í mótin. "Það ríkir ringulreið í Formúlu 1 og það hlýtur að breytast. Ég sé ekki að íþróttin eigi bjarta framtíð miðað við núverandi stöðu. Við vildum þriggja bíla lið, en í staðinn opnaði FIA leiðina fyrir lið sem höfðu ekkert fjármagn. Ég tel að það hafi verið slæm ákvörðun." "Það eru lið í Formúlu 1 sem eru tveimur sekúndum fljótari en GP2 lið og verja til þess 60-70 miljónum evra á meðan GP2 lið kosta til þremur. Það er eitthvað að þar á bæ... ", sagði Briatore, en GP 2 mótaröðin er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1 að styrkleika. Úr þeirri mótaröð hafa margir Formúlu 1 ökumenn stigið upp í Formúlu 1.
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira