Schumacher fagnaði Vettel eftir að hafa lent í stórhættu í lokamótinu 14. nóvember 2010 21:42 Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher. Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher.
Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira