Íslenski boltinn

Víkingar: Vinstri fóturinn hans Viktors virðist vera gerður úr gulli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Örn Guðmundsson fagnar titlinum með FH í fyrra.
Viktor Örn Guðmundsson fagnar titlinum með FH í fyrra. Mynd/Daníel
Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára FH-ingur, hefur heldur betur byrjað vel hjá Víkingum eftir að kappinn kom þangað á láni frá Íslandsmeisturum FH 15. maí eða rétt áður en félagsskiptaglugganum lokaði.

Viktor skoraði fernu í 7-0 bikarsigri Víkinga á Sindra í Víkinni í gær og hefur þar með skoraði í þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum með félaginu, samtals sex mörk. Víkingsliðið hefur skorað 18 mörk í leikjunum fjórum eða 4,5 mörk að meðaltali í leik.

„Vinstri fóturinn á pilti virðist vera gerður úr gulli en önnur eins spyrnutækni er vandfundin í íslenskum fótbolta, það er alveg hægt að staðfesta," segir í umfjöllum um Sindra-leikinn á heimasíðu Víkinga.

Viktor spilaði 4 leiki með FH í Pepsi-deildinni í fyrra en fékk ekkert að koma við sögu í fyrsta leik mótsins í ár þrátt fyrir að hafa tryggt FH-liðinu 1-0 sigur í Meistarakeppninni sex dögum fyrr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×