Engin pressa að hygla að Vettel 13. júlí 2010 09:54 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner ásamt liðsmönnum Red Bull. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira