Frá París Einar Benediktsson skrifar 15. janúar 2010 06:00 Það var vissulega mikið ánægjuefni að geta verið um hátíðarnar hjá afkomendum okkar á gömlum slóðum í París. Merkilegt var að koma heim í hlýviðri eftir frostið í París! Ekki held ég að Ísland hafi verið á hvers manns vör þar um slóðir frá því um árið að Frakkar fögnuðu komu Vigdísar Finnbogadóttur, nýkjörnum forseta Íslands. Áður en Icesave-fárviðri Ólafs Ragnars brast á, var lítið á Ísland minnst í frönskum fjölmiðlum, að öðru leyti en því að fram undan væri umrædd ákvörðun forseta Íslands. Þegar sú ákvörðun lá fyrir, stóð ekki á sumpart neikvæðri umfjöllun fremur en víða annars staðar. Frásögn Le Figaro var málefnaleg en hjá öðrum gætti þess misskilnings að um væri að ræða þá ákvörðun að ganga með öllu frá umsömdum skuldbindingum. Verstu útreiðina fengum við strax í Le Monde úr penna Gérard Lemarquis nokkurs sem búsettur er í Reykjavík. En þessi blaðaskrif gengu yfir á einum tveim dögum. Ég leit við á sendiráði Íslands á avenue Victor Hugo. Þórir Ibsen sem nýlega tók við starfi sendiherra í París er maður starfinu vaxinn. Hann sagði mér frá margvíslegum aðgerðum sem strax voru hafnar til að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar í nýrri stöðu í Icesave-málinu og ekki skorti efni og fyrirmæli frá utanríkisráðuneytinu. Viðhorf líðandi stundarSvo að eitthvað sé sagt frá þessari dvöl annað en þetta varðandi Icesave, þá var ánægjulegt að eiga þarna snertingu við Evrópuviðhorf líðandi stundar. Það fékkst m.a. með lestri á tveggja vikna syrpu af fróðlegum og skemmtilega skrifuðum heilsíðugreinum í Figaro um stöðuna í ýmsum aðildarríkjum ESB. Þeim lauk með grein um Slóveníu og lofsorði á höfuðborgina : Lubljana, si naturellement européenne eða L. svo eðlilega evrópsk, var yfirskriftin. Gagnstætt því sem er um öll önnur fyrrum austurblokkarlönd í ESB nema Eistland, segir Figaro aðild Slóvena hafa borið hinn fullkomna árangur. Höfuðborgin er sýnd sem ímynd friðsamrar og hamingjusamrar Evrópu. Um Eistland, nokkru minna þjóðfélag, er það sama að segja, að stefnt hröðum skrefum að því að ná velmegunarstaðli Vestur-Evrópu. Í Eistlandi, eins og í Lettlandi og Litháen, vofir enn yfir martröð seinni heimsstyrjaldarinnar og Stalíntímans enda söguupplifun þeirra sérstök; Rússland er ekki sama ógnin og Sovétríkin í kalda stríðinu, en er samt lítt treystandi. Eistland rífur sig áfram og verður hugsanlega Sviss norðursins. Þar segja menn sig hafa verið andlega undirbúna að taka fullan þátt í vestrænu þjóðfélagi við að hafa notið finnska sjónvarpsins frá 1958. Pólland með sínar 38 milljónir íbúa er risinn í Mið-Evrópu og ætla sér líka mikið. Einkavæðing og erlendar fjárfestingar eru lykilatriði og ekki er kvartað út af fortíðinni; komnir inn í Evrópu réttum megin, ætla Pólverjar sér að ná öðrum með tvöföldum hagvexti Þjóðverja og Frakka. Athyglisvert er, segir Figaro, að Þjóðverjar stíla upp á nýja þjóðarímynd endurspeglaðri í Berlín, miklu glæsilegri en fyrr. Svo er að skilja að Ungverjar hafi hlaupið út undan sér í kreppunni, gerst all öfgafullir til hægri og hrifning af Evrópusamstarfi dvínað. Eyðilegging Ceausescus á rúmensku þjóðfélagi var ægileg enda það niðurbrotið. Þar eins og í Búlgaríu var í raun aðeins um að ræða hallarbyltingar kommúnista 1989. Í hvorugu þessara landa hefur verið litið í spegilinn og efnt til alvöru söguskoðunar. Slök peningamálastjórn ESB-aðildarríkisins Írlands kom þeim ekki undan harðri fjármálakreppu, þótt evran kæmi til bjargræðis gegn algjöru hruni bankakerfisins og því að lenda í forsjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt sá sé munur á Írlandi og Íslandi, þá sagði í leiðaragrein í International Herald Tribuneer að hin mikla þjóðargleði vegna ímyndaðs þjóðarauðs uppgangsskeiðsins væri horfin og „Irish eyes aren"t smiling“. Það er víðar pottur brotinn en á Íslandi. „Stóra núllið“Það getur verið gott að líta aðeins út fyrir túngarð heimabýlisins enda það meðfram tilangur með þessari Parísardvöl. Farið var að kalla fyrsta áratug 21. aldarinnar „Stóra núllið“ því ekkert hafði þá komið þjóðfélögum til ávinnings. Og víst stöndum við uppi með skerta þjóðarframleiðslu, mikið áfall í rekstri fyrirtækja utan sjávarútvegs og í högum heimila landsins. En Íslendingar geta líka margt lært af hruninu okkur til góðs í því átaki uppbyggingar sem fram undan er og hafa síst efni á að bæta stjórnmálakreppu við hina efnahagslegu. Hitti Sarkozy Frakklandsforseti ekki naglann á höfuðið fyrir landsmenn sína og aðra í ávarpi sínu á gamlárskvöld um að nú þyrfti að endurnýja meiningu orðsins „fraternité“ – bræðralag? Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það var vissulega mikið ánægjuefni að geta verið um hátíðarnar hjá afkomendum okkar á gömlum slóðum í París. Merkilegt var að koma heim í hlýviðri eftir frostið í París! Ekki held ég að Ísland hafi verið á hvers manns vör þar um slóðir frá því um árið að Frakkar fögnuðu komu Vigdísar Finnbogadóttur, nýkjörnum forseta Íslands. Áður en Icesave-fárviðri Ólafs Ragnars brast á, var lítið á Ísland minnst í frönskum fjölmiðlum, að öðru leyti en því að fram undan væri umrædd ákvörðun forseta Íslands. Þegar sú ákvörðun lá fyrir, stóð ekki á sumpart neikvæðri umfjöllun fremur en víða annars staðar. Frásögn Le Figaro var málefnaleg en hjá öðrum gætti þess misskilnings að um væri að ræða þá ákvörðun að ganga með öllu frá umsömdum skuldbindingum. Verstu útreiðina fengum við strax í Le Monde úr penna Gérard Lemarquis nokkurs sem búsettur er í Reykjavík. En þessi blaðaskrif gengu yfir á einum tveim dögum. Ég leit við á sendiráði Íslands á avenue Victor Hugo. Þórir Ibsen sem nýlega tók við starfi sendiherra í París er maður starfinu vaxinn. Hann sagði mér frá margvíslegum aðgerðum sem strax voru hafnar til að kynna stefnu ríkisstjórnarinnar í nýrri stöðu í Icesave-málinu og ekki skorti efni og fyrirmæli frá utanríkisráðuneytinu. Viðhorf líðandi stundarSvo að eitthvað sé sagt frá þessari dvöl annað en þetta varðandi Icesave, þá var ánægjulegt að eiga þarna snertingu við Evrópuviðhorf líðandi stundar. Það fékkst m.a. með lestri á tveggja vikna syrpu af fróðlegum og skemmtilega skrifuðum heilsíðugreinum í Figaro um stöðuna í ýmsum aðildarríkjum ESB. Þeim lauk með grein um Slóveníu og lofsorði á höfuðborgina : Lubljana, si naturellement européenne eða L. svo eðlilega evrópsk, var yfirskriftin. Gagnstætt því sem er um öll önnur fyrrum austurblokkarlönd í ESB nema Eistland, segir Figaro aðild Slóvena hafa borið hinn fullkomna árangur. Höfuðborgin er sýnd sem ímynd friðsamrar og hamingjusamrar Evrópu. Um Eistland, nokkru minna þjóðfélag, er það sama að segja, að stefnt hröðum skrefum að því að ná velmegunarstaðli Vestur-Evrópu. Í Eistlandi, eins og í Lettlandi og Litháen, vofir enn yfir martröð seinni heimsstyrjaldarinnar og Stalíntímans enda söguupplifun þeirra sérstök; Rússland er ekki sama ógnin og Sovétríkin í kalda stríðinu, en er samt lítt treystandi. Eistland rífur sig áfram og verður hugsanlega Sviss norðursins. Þar segja menn sig hafa verið andlega undirbúna að taka fullan þátt í vestrænu þjóðfélagi við að hafa notið finnska sjónvarpsins frá 1958. Pólland með sínar 38 milljónir íbúa er risinn í Mið-Evrópu og ætla sér líka mikið. Einkavæðing og erlendar fjárfestingar eru lykilatriði og ekki er kvartað út af fortíðinni; komnir inn í Evrópu réttum megin, ætla Pólverjar sér að ná öðrum með tvöföldum hagvexti Þjóðverja og Frakka. Athyglisvert er, segir Figaro, að Þjóðverjar stíla upp á nýja þjóðarímynd endurspeglaðri í Berlín, miklu glæsilegri en fyrr. Svo er að skilja að Ungverjar hafi hlaupið út undan sér í kreppunni, gerst all öfgafullir til hægri og hrifning af Evrópusamstarfi dvínað. Eyðilegging Ceausescus á rúmensku þjóðfélagi var ægileg enda það niðurbrotið. Þar eins og í Búlgaríu var í raun aðeins um að ræða hallarbyltingar kommúnista 1989. Í hvorugu þessara landa hefur verið litið í spegilinn og efnt til alvöru söguskoðunar. Slök peningamálastjórn ESB-aðildarríkisins Írlands kom þeim ekki undan harðri fjármálakreppu, þótt evran kæmi til bjargræðis gegn algjöru hruni bankakerfisins og því að lenda í forsjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt sá sé munur á Írlandi og Íslandi, þá sagði í leiðaragrein í International Herald Tribuneer að hin mikla þjóðargleði vegna ímyndaðs þjóðarauðs uppgangsskeiðsins væri horfin og „Irish eyes aren"t smiling“. Það er víðar pottur brotinn en á Íslandi. „Stóra núllið“Það getur verið gott að líta aðeins út fyrir túngarð heimabýlisins enda það meðfram tilangur með þessari Parísardvöl. Farið var að kalla fyrsta áratug 21. aldarinnar „Stóra núllið“ því ekkert hafði þá komið þjóðfélögum til ávinnings. Og víst stöndum við uppi með skerta þjóðarframleiðslu, mikið áfall í rekstri fyrirtækja utan sjávarútvegs og í högum heimila landsins. En Íslendingar geta líka margt lært af hruninu okkur til góðs í því átaki uppbyggingar sem fram undan er og hafa síst efni á að bæta stjórnmálakreppu við hina efnahagslegu. Hitti Sarkozy Frakklandsforseti ekki naglann á höfuðið fyrir landsmenn sína og aðra í ávarpi sínu á gamlárskvöld um að nú þyrfti að endurnýja meiningu orðsins „fraternité“ – bræðralag? Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun