Við lögðum til skýra leið Einar K. Guðfinnsson skrifar 18. september 2010 06:00 Niðurstaða fjölskipaðrar nefndar sem endurskoðaði fiskveiðilöggjöfina að beiðni sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var mjög skýr og endurspeglaði almenna samstöðu fulltrúa sem komu úr öllum geirum sjávarútvegs og frá öllum þingflokkum. Hún byggðist á vandaðri greiningarvinnu og var í samræmi við þann vilja ríkisstjórnarinnar að leiða til lykta erfitt deilumál, sem skekið hefur sjávarútveginn allt of lengi. Þessi tillaga nefndarinnar er grundvöllur að skynsamlegu skipulagi. Hún ætti að draga úr þeirri óvissu, sem hefur umlukið sjávarútveginn undanfarin misseri, gert það að verkum, að lítið hefur verið um fjárfestingar innan greinarinnar. Það hefur því tafið nauðsynlegar framfarir innan hennar, sem og bráðnauðsynlega endurreisn atvinnu og efnahagslífs. Það er því mjög miður að margt hefur verið afflutt af störfum og niðurstöðu nefndarinnar og mörgu ósönnu beinlínis haldið fram. Þetta er nauðsynlegt að leiðrétta. 1. Það er rangt að ekki hafi orðið mikil samstaða um tiltekna leið við fiskveiðistjórnun innan nefndarinnar. Nær allir nefndarmenn leggja til samningaleið og telja hana líklegri til árangurs og sátt en einhverjar útfærslur fyrningarleiðar. 2. Þetta eru markverðar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Nú er kvóta úthlutað án tímatakmarkana. Tillögurnar gera ráð fyrir samningi um rétt til fiskveiða til langs tíma, með endurnýjunarrétti. 3. Með ósmekklegum hætti hafa nefndarmenn verið kallaðir sérhagsmunahópar. En gáum að. Það er sama hvernig menn horfa á þessi mál. Það er rangt að kalla svo fjölskipaða nefnd fólks með ólíkan bakgrunn, sérhagsmunaöfl. Fulltrúar stjórnmálaflokkana, hafa sótt umboð sitt til þjóðarinnar í kosningum. Þeir hagsmunaaðilar sem í nefndinni sátu horfa bersýnilega á málin frá mismunandi sjónarhólum. Þeirra hagsmunir eru ólíkir á margan hátt, eins og við blasir. En eitt sameinar þá þó. Viljinn til þess að skapa hagfellda og réttláta löggjöf um sjávarútveginn. Það á við um svo ólíka hópa sem landverkafólk og fiskverkendur, sjómenn og útvegsmenn og fulltrúar ólíkra pólitískra sjónarmiða. Þessir aðilar komust að sameiginlegri niðurstöðu. Sameiginlega eru þeir fulltrúar svo breiðra og ólíkra hagsmuna. 4. Það er á vissan hátt hrollvekjandi að heyra það sjónarmið reifað, að með nefndarvinnunni sé samráðinu lokið. Var nefndarstarfið þá bara upp á punt? Átti aldrei að taka neitt mark á því þegar fulltrúar nær allra starfshópa innan sjávarútvegsins og fulltrúar allra stjórnmálaflokka nema einsleggja til að tiltekin leið verði farin við fiskveiðistjórnun? 5. Þá hefur því einnig verið haldið fram að samningaleiðin sem við leggjum til í endurskoðunarnefndinni sé óútfærð. Það er rangt. Tillagan er ágætlega útfærð og byggir m.a. á ítarlegri athugun, Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og Lúðvíks Bergvinssonar, héraðsdómslögmanns og fyrrum alþingismanns, en báðir er gjörkunnugir lagaumhverfi því er lýtur að auðlindanýtingu í landinu. Niðurstaðan var hins vegar fundin í nefndinni sjálfri. Hún var afrakstur mikillar faglegrar vinnu, hún byggir á gögnum sem nefndarmenn rýndu og hún spratt út úr þeirri umræðu sem fóru fram á fjölmörgum fundum, á löngum tíma. Það var því ekki hrapað að þessari niðurstöðu. Hún var ekki pöntuð utan úr bæ, heldur niðurstaða okkar, sem komum að málinu úr svo gjörólíkum áttum. 6. Sjávarútvegurinn hefur kallað eftir samræmi við gjaldtöku vegna nýtingar á sjávarauðlindinni og öðrum auðlindum. Nýlega hafa margir, ekki síst fulltrúar Samfylkingar lokið lofsorði á þær hugmyndir sem uppi eru um fyrirkomulag nýtingarréttar á orkuauðlindum okkar. Samningaleiðin sem við leggjum til í sjávarútvegi er í samræmi við þær hugmyndir. 7. Það er misskilningur að nefndinni hafi einungis verið ætlað það hlutverk að draga upp einhverja valkosti sem í boði gætu verið og kæmu til greina varðandi fiskveiðilöggjöfina.. Verkefnið var að greina leggja mat á þá og byggja tillögurnar sínar til ráðherra síðan á því mati. Við lögðum til grundvallar vandaðar úttektir sem gerðar voru af fjölmörgum sérfræðingum með gagnstæð sjónarmið. Nefndin hafði því fyrir framan sig þá kosti sem gætu verið til staðar og ærnar upplýsingar. Það var á grundvelli slíks vandaðs mats, sem það var niðurstaða okkar að skynsamlegast væri að fara samningaleiðina. 8. Samningaleiðin kveður afdráttarlaust á um eignarhald auðlindarinnar. Jafnframt að nýtingarrétturinn verði bundinn til tiltekins tíma, með eðlilegum endurnýjunarrétti, gegn gjaldi sem ríkið innheimti. Það er því ljóst að þessi niðurstaða sameinar í rauninni ólík sjónarmið. Hún tryggir ákveðin fyrirsjáanleika í sjávarútveginum jafnframt því að svara spurningunni um eignarhaldið á auðlindinni. Það er þess vegna sem við – þessi fjölbreytti hópur - segjum svo afdráttarlaust í skýrslu okkar: „Starfshópurinn telur að þær tillögur sem hópurinn gerir nú til breytinga og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða fjölskipaðrar nefndar sem endurskoðaði fiskveiðilöggjöfina að beiðni sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var mjög skýr og endurspeglaði almenna samstöðu fulltrúa sem komu úr öllum geirum sjávarútvegs og frá öllum þingflokkum. Hún byggðist á vandaðri greiningarvinnu og var í samræmi við þann vilja ríkisstjórnarinnar að leiða til lykta erfitt deilumál, sem skekið hefur sjávarútveginn allt of lengi. Þessi tillaga nefndarinnar er grundvöllur að skynsamlegu skipulagi. Hún ætti að draga úr þeirri óvissu, sem hefur umlukið sjávarútveginn undanfarin misseri, gert það að verkum, að lítið hefur verið um fjárfestingar innan greinarinnar. Það hefur því tafið nauðsynlegar framfarir innan hennar, sem og bráðnauðsynlega endurreisn atvinnu og efnahagslífs. Það er því mjög miður að margt hefur verið afflutt af störfum og niðurstöðu nefndarinnar og mörgu ósönnu beinlínis haldið fram. Þetta er nauðsynlegt að leiðrétta. 1. Það er rangt að ekki hafi orðið mikil samstaða um tiltekna leið við fiskveiðistjórnun innan nefndarinnar. Nær allir nefndarmenn leggja til samningaleið og telja hana líklegri til árangurs og sátt en einhverjar útfærslur fyrningarleiðar. 2. Þetta eru markverðar breytingar frá núverandi fyrirkomulagi. Nú er kvóta úthlutað án tímatakmarkana. Tillögurnar gera ráð fyrir samningi um rétt til fiskveiða til langs tíma, með endurnýjunarrétti. 3. Með ósmekklegum hætti hafa nefndarmenn verið kallaðir sérhagsmunahópar. En gáum að. Það er sama hvernig menn horfa á þessi mál. Það er rangt að kalla svo fjölskipaða nefnd fólks með ólíkan bakgrunn, sérhagsmunaöfl. Fulltrúar stjórnmálaflokkana, hafa sótt umboð sitt til þjóðarinnar í kosningum. Þeir hagsmunaaðilar sem í nefndinni sátu horfa bersýnilega á málin frá mismunandi sjónarhólum. Þeirra hagsmunir eru ólíkir á margan hátt, eins og við blasir. En eitt sameinar þá þó. Viljinn til þess að skapa hagfellda og réttláta löggjöf um sjávarútveginn. Það á við um svo ólíka hópa sem landverkafólk og fiskverkendur, sjómenn og útvegsmenn og fulltrúar ólíkra pólitískra sjónarmiða. Þessir aðilar komust að sameiginlegri niðurstöðu. Sameiginlega eru þeir fulltrúar svo breiðra og ólíkra hagsmuna. 4. Það er á vissan hátt hrollvekjandi að heyra það sjónarmið reifað, að með nefndarvinnunni sé samráðinu lokið. Var nefndarstarfið þá bara upp á punt? Átti aldrei að taka neitt mark á því þegar fulltrúar nær allra starfshópa innan sjávarútvegsins og fulltrúar allra stjórnmálaflokka nema einsleggja til að tiltekin leið verði farin við fiskveiðistjórnun? 5. Þá hefur því einnig verið haldið fram að samningaleiðin sem við leggjum til í endurskoðunarnefndinni sé óútfærð. Það er rangt. Tillagan er ágætlega útfærð og byggir m.a. á ítarlegri athugun, Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og Lúðvíks Bergvinssonar, héraðsdómslögmanns og fyrrum alþingismanns, en báðir er gjörkunnugir lagaumhverfi því er lýtur að auðlindanýtingu í landinu. Niðurstaðan var hins vegar fundin í nefndinni sjálfri. Hún var afrakstur mikillar faglegrar vinnu, hún byggir á gögnum sem nefndarmenn rýndu og hún spratt út úr þeirri umræðu sem fóru fram á fjölmörgum fundum, á löngum tíma. Það var því ekki hrapað að þessari niðurstöðu. Hún var ekki pöntuð utan úr bæ, heldur niðurstaða okkar, sem komum að málinu úr svo gjörólíkum áttum. 6. Sjávarútvegurinn hefur kallað eftir samræmi við gjaldtöku vegna nýtingar á sjávarauðlindinni og öðrum auðlindum. Nýlega hafa margir, ekki síst fulltrúar Samfylkingar lokið lofsorði á þær hugmyndir sem uppi eru um fyrirkomulag nýtingarréttar á orkuauðlindum okkar. Samningaleiðin sem við leggjum til í sjávarútvegi er í samræmi við þær hugmyndir. 7. Það er misskilningur að nefndinni hafi einungis verið ætlað það hlutverk að draga upp einhverja valkosti sem í boði gætu verið og kæmu til greina varðandi fiskveiðilöggjöfina.. Verkefnið var að greina leggja mat á þá og byggja tillögurnar sínar til ráðherra síðan á því mati. Við lögðum til grundvallar vandaðar úttektir sem gerðar voru af fjölmörgum sérfræðingum með gagnstæð sjónarmið. Nefndin hafði því fyrir framan sig þá kosti sem gætu verið til staðar og ærnar upplýsingar. Það var á grundvelli slíks vandaðs mats, sem það var niðurstaða okkar að skynsamlegast væri að fara samningaleiðina. 8. Samningaleiðin kveður afdráttarlaust á um eignarhald auðlindarinnar. Jafnframt að nýtingarrétturinn verði bundinn til tiltekins tíma, með eðlilegum endurnýjunarrétti, gegn gjaldi sem ríkið innheimti. Það er því ljóst að þessi niðurstaða sameinar í rauninni ólík sjónarmið. Hún tryggir ákveðin fyrirsjáanleika í sjávarútveginum jafnframt því að svara spurningunni um eignarhaldið á auðlindinni. Það er þess vegna sem við – þessi fjölbreytti hópur - segjum svo afdráttarlaust í skýrslu okkar: „Starfshópurinn telur að þær tillögur sem hópurinn gerir nú til breytinga og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun