Eignir Jóns Ásgeirs enn kyrrsettar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 30. júní 2010 18:38 Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira