Umfjöllun: Vörnin og markvarsla Pálmars lykill að öruggum FH-sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 21:09 FH-ingar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira