Körfubolti

Enginn hefur farið úr Höllinni með tvö silfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR Mynd/Daníel
Fjórir menn hafa náð því að vinna tvo bikarúrslitaleiki á sama degi í sögu bikarkeppni körfuboltans.

Hrafn Kristjánsson, þjálfari beggja KR-liðanna, getur í dag orðið sá fyrsti til að vinna báða leikina jakkaklæddur þar sem allir þessir fjórir voru leikmenn í karlaliðunum ásamt því að þjálfa kvennaliðin.

Allir þeir sem hafa tekið þátt í tveimur bikarúrslitaleikjum á sama degi hafa unnið í það minnsta eitt gull.



Þessir hafa unnið tvö bikargull á sama degi:

Hjörtur Harðarson, Keflavík 2004 (Leikmaður og þjálfari)

Sigurður Ingimundarson, Keflavík 1994 (Leikmaður og þjálfari)

Sigurður Ingimundarson, Keflavík 1993 (Leikmaður og þjálfari)

Dirk Dunbar, ÍS 1978 (Leikmaður og þjálfari)

Einar Bollason KR 1977 (Spilandi þjálfari og þjálfari)



Þessir hafa unnið gull og silfur á sama degi:

Keith Vassell, KR 2002 (Leikmaður og þjálfari)

Falur Harðarson, Keflavík 1990 (Leikmaður og þjálfari)

Stewart Johnson, KR 1982 (Spilandi þjálfari og þjálfari)

Trent Smock, ÍS 1980 (Leikmaður og þjálfari)

Paul Stewart, ÍR 1979 (Spilandi þjálfari og þjálfari)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×