Ólafur: Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:30 Ólafur Ólafsson. Mynd/Daníel KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er eins og margir í liðinu að fara spila annað árið í röð bikarúrsliitaleik en Grindavík tapaði fyrir Snæfelli í úrslitaleiknum í fyrra. „Við erum enn svekktir að hafa tapað í fyrra og okkur langar í bikar. Það er búin að vera ströng dagskrá upp á síðkastið hjá okkur. Það hefur ekki verið að skila sér í eildarleikjunum en bikarinn er allt önnur keppni. Við ætlum að koma og vinna leikinn og ætlum ekkert að gefa þeim þetta," segir Ólafur. Grindavík vann 87-77 sigur á KR þegar liðin mættust fyrr í vetur en sá leikur fór fram í Röstinni í Grindavík. „Við unnum þá heima á góðri vörn og við ætlum að leggja það aftur upp núna. Við ætlum bara að spila vörn og höfum minni áhyggjur af sókninni. Vörn vinnur titla og þetta er ekki flóknara en það," segir Ólafur. „Helgi er búinn að breyta liðinu í algjört varnarlið síðan að hann tók við. Páll Axel er stigahæstur hjá okkur með fimmtán stig í leik og þetta er örugglega fyrsta tímabilið sem menn sjá hann skora bara fimmtán stig í leik. Þetta vinnst á vörninni og þetta verður gríðarlegur baráttuleikur," segir Ólafur. „Það á eftir að vera ógeðslega gaman að horfa á þennan leik og ekki síður gaman að spila hann. Menn eiga eftir að skutla sér á eftir hverjum einasta bolta, Það verður slegist og það verður allt gefið fram á síðustu mínútu. Þetta verður geggjað," segir Ólafur. Grindvíkingar hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum á síðustu vikum og Ólafur segir að þeir séu að komast betur inn í leik liðsins. „Serbinn er nýkominn og kaninn er að detta betur inn í þetta. Serbinn er flottur og kaninn er mjög góður þótt að hann sé ekki búinn að sýna það fyrir utan leikinn á móti Haukum í undanúrslitunum. Hann er mjög góður leikmaður sem getur sett hann tveimur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Serbinn er mjög góður að lesa leikinn og hefur verið að koma sér inn í þetta á síðustu æfingum," segir Ólafur. Ólafur ætlar sér að gera betur en í úrslitaleiknum í fyrra þar sem hann skoraði bara eitt sitg á 19 mínútum og klikkaði á öllum fjórum skotum sínum. „Ég verð að viðurkenna það að ég er svolítið stressaður fyrir þennan leik en ég held að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur. Maður þarf bara að koma sér upp á tærnar fyrir laugardaginn, borða og sofa vel í vikunni og þá reddast þetta," sagði Ólafur að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira