Kæri litli kraftaverkastrákur! Sigríður Sigmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2011 14:40 Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað. Starfsfólkið á deildinni er yndislegt og gerir allt sem það getur til að létta mér og fjölskyldunni lífið. Aðstaðan er til fyrirmyndar, ég er búin að vera ein á stofu allan tímann. Fyrst var ég sett í litla stofu við hliðina á vaktinni en þegar það stefndi í langa dvöl hér á spítalanum var ég færð á stærri stofu með flatskjá, Lazy- boy, Tempur dýnu, fékk sjúkranudd og pabbi mátti gista ef það hentaði. Einnig fékk ég frjálsan heimsóknartíma því ég var búin að vera svo lengi á deildinni og var eina ófríska konan.Við pabbi þinn ákváðum hins vegar að ég myndi einbeita mér að þér og hann myndi einbeita sér að systkynum þínum, heimilinu og vinnunni. Þetta er ekki búin að vera auðveldur tími en ég ákvað að vera jákvæð og ekki eyða orku í neikvæðni og svartsýni. Pabbi þinn kom til mín á hverjum degi og systkyni þín þegar vel stóð á. Þeim fannst reyndar ekkert sérstakt að koma til mín því þau söknuðu mín og vildu fá mig heim. Verst var samt að liggja á spítala þegar systir þín átti afmæli en þau komu til mín og sýndu mér nýja hjólið sem við gáfum henni í 7 ára afmælisgjöf. Þau lögðu bílnum beint fyrir neðan gluggann minn svo ég gæti séð það því ég mátti ekki labba neitt. Eftir gott kósíkvöld með heimatilbúna pizzu, fullt af nammi og knúsi frá stóru systkynum þínum missti ég vatnið gengin 26 vikur og 5daga. Næsta verkefni var að hefjast. Fæðingin gekk hratt fyrir sig og þú komst í heiminn, yndislegur og fullskapaður en pínulítill. Þú varst aðeins 1170 gr og 37 cm en það fallegasta sem við höfðum augum litið. Ég fékk að dvelja á spítalanum í 3 daga eftir fæðinguna og ljósmæðurnar hvöttu mig áfram til að koma brjóstagjöfinni í gang og ég hefði ekki getað hugsað mér yndislegri manneskjur til að hafa í kringum mig enda kvaddi ég þær með tárin í augunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að geta tekist á við lífið og allt sem því fylgir án þeirra. Á þeim 59 dögum sem við dvöldum á Vökudeildinni kíktu ljósurnar mínar á okkur og veittu mér stuðning á ótrúlegustu tímum. Þegar komið var að heimför í lok apríl gátum við ekki kvatt Landspítalann án þess að koma við á deild 22A og sýna þeim litla kraftaverkið okkar. Á heimleið eftir rúmlega 3 mánaða dvöl á spítalanum kvöddum við fólkið sem hélt okkur gangandi og það var ekki laust við að hjartað fylltist söknuði. Þarna kvöddum við fólkið sem gerði okkur kleift að takast á við aðstæður sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegar en með stuðningi og alúð kenndu okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kæri lesandi, vonandi hefur þessi lesning veitt þér örlitla innsýn í dvöl á meðgöngu og sængurkvennadeild. Því miður eru ekki allar konur eins „heppnar“ og ég með aðbúnað því enn er helmingur deildarinnar óbreyttur síðan 1975. Árið 2011 eru konur enn þrjár saman á stofu með nýfædd börn sín og geta ekki fengið stuðning frá mökum því ekki er gert ráð fyrir þeim á deildinni. Deild 22A er ekki einungis fyrir konur heldur fjölskyldurnar í landinu. Veittu stuðning, gefðu líf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér ligg ég og velti síðustu 8 vikum fyrir mér. Fyrir rúmlega 8 vikum byrjaði að blæða hjá mér og ég var bara gengin 18 vikur. Þú skilur þetta kannski ekki en meðganga er u.þ.b. 40 vikur. Ég er búin að liggja í rúminu allan janúar og nú er lok febrúar og þú fæddur eftir aðeins 26 vikur og 6 daga. Ástæða blæðingarinnar var fylgjulos en við vorum heppin því við hefðum bæði getað verið í mikilli lífshættu og þú e.t.v. ekki lifað. Ég var lögð inn á Meðgöngu og sængurkvennadeild gengin 24 vikur og 2 daga til að halda þér inni í bumbunni eins lengi og hægt var. Á þessum 18 dögum hefur heimur minn farið úr því að hafa allt á hreinu með alla bolta á loft í að hugsa um þig og mig og ekkert annað. Starfsfólkið á deildinni er yndislegt og gerir allt sem það getur til að létta mér og fjölskyldunni lífið. Aðstaðan er til fyrirmyndar, ég er búin að vera ein á stofu allan tímann. Fyrst var ég sett í litla stofu við hliðina á vaktinni en þegar það stefndi í langa dvöl hér á spítalanum var ég færð á stærri stofu með flatskjá, Lazy- boy, Tempur dýnu, fékk sjúkranudd og pabbi mátti gista ef það hentaði. Einnig fékk ég frjálsan heimsóknartíma því ég var búin að vera svo lengi á deildinni og var eina ófríska konan.Við pabbi þinn ákváðum hins vegar að ég myndi einbeita mér að þér og hann myndi einbeita sér að systkynum þínum, heimilinu og vinnunni. Þetta er ekki búin að vera auðveldur tími en ég ákvað að vera jákvæð og ekki eyða orku í neikvæðni og svartsýni. Pabbi þinn kom til mín á hverjum degi og systkyni þín þegar vel stóð á. Þeim fannst reyndar ekkert sérstakt að koma til mín því þau söknuðu mín og vildu fá mig heim. Verst var samt að liggja á spítala þegar systir þín átti afmæli en þau komu til mín og sýndu mér nýja hjólið sem við gáfum henni í 7 ára afmælisgjöf. Þau lögðu bílnum beint fyrir neðan gluggann minn svo ég gæti séð það því ég mátti ekki labba neitt. Eftir gott kósíkvöld með heimatilbúna pizzu, fullt af nammi og knúsi frá stóru systkynum þínum missti ég vatnið gengin 26 vikur og 5daga. Næsta verkefni var að hefjast. Fæðingin gekk hratt fyrir sig og þú komst í heiminn, yndislegur og fullskapaður en pínulítill. Þú varst aðeins 1170 gr og 37 cm en það fallegasta sem við höfðum augum litið. Ég fékk að dvelja á spítalanum í 3 daga eftir fæðinguna og ljósmæðurnar hvöttu mig áfram til að koma brjóstagjöfinni í gang og ég hefði ekki getað hugsað mér yndislegri manneskjur til að hafa í kringum mig enda kvaddi ég þær með tárin í augunum. Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég ætti að geta tekist á við lífið og allt sem því fylgir án þeirra. Á þeim 59 dögum sem við dvöldum á Vökudeildinni kíktu ljósurnar mínar á okkur og veittu mér stuðning á ótrúlegustu tímum. Þegar komið var að heimför í lok apríl gátum við ekki kvatt Landspítalann án þess að koma við á deild 22A og sýna þeim litla kraftaverkið okkar. Á heimleið eftir rúmlega 3 mánaða dvöl á spítalanum kvöddum við fólkið sem hélt okkur gangandi og það var ekki laust við að hjartað fylltist söknuði. Þarna kvöddum við fólkið sem gerði okkur kleift að takast á við aðstæður sem í fyrstu virtust óyfirstíganlegar en með stuðningi og alúð kenndu okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kæri lesandi, vonandi hefur þessi lesning veitt þér örlitla innsýn í dvöl á meðgöngu og sængurkvennadeild. Því miður eru ekki allar konur eins „heppnar“ og ég með aðbúnað því enn er helmingur deildarinnar óbreyttur síðan 1975. Árið 2011 eru konur enn þrjár saman á stofu með nýfædd börn sín og geta ekki fengið stuðning frá mökum því ekki er gert ráð fyrir þeim á deildinni. Deild 22A er ekki einungis fyrir konur heldur fjölskyldurnar í landinu. Veittu stuðning, gefðu líf!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun