Íslensk vefgátt að norðurslóðum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. mars 2011 06:00 Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frumbyggja norðursins. Þeir kváðust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraftmikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir uppbyggingu langöflugustu vefgáttar um málefni norðurslóða.Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórnvöld styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norðurslóðastarf. Starfsemi Norðurslóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norðurslóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningararfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akureyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum.Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokkuð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru samskipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskiptatækni og nettenging afskekktra byggðarlaga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikilvæg íslenska norðurslóðagáttin, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þessarar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frumkvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með faglegri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinnar, sem þó er aðeins eitt af fjölmörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norðurhvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við réttindabaráttu frumbyggja norðurhjarans.Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þorsteinn Gunnarsson, frumkvöðull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri forystu Halldórs Jóhannssonar arkitekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskólans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frumkvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar rækilega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóðlegu verkefni um sífrerann á norðurslóðum.Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norðurslóðir, Alþjóðasamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum og Rannsóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skólans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norðurslóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum annarra skóla sem tengdir eru netinu sem skiptinemar eða í gegnum fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakendur í þessu samstarfsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frumbyggja norðursins. Þeir kváðust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraftmikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir uppbyggingu langöflugustu vefgáttar um málefni norðurslóða.Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórnvöld styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norðurslóðastarf. Starfsemi Norðurslóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norðurslóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningararfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akureyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum.Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokkuð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru samskipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskiptatækni og nettenging afskekktra byggðarlaga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikilvæg íslenska norðurslóðagáttin, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þessarar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frumkvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með faglegri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinnar, sem þó er aðeins eitt af fjölmörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norðurhvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við réttindabaráttu frumbyggja norðurhjarans.Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þorsteinn Gunnarsson, frumkvöðull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri forystu Halldórs Jóhannssonar arkitekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskólans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frumkvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar rækilega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóðlegu verkefni um sífrerann á norðurslóðum.Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norðurslóðir, Alþjóðasamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum og Rannsóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skólans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norðurslóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum annarra skóla sem tengdir eru netinu sem skiptinemar eða í gegnum fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakendur í þessu samstarfsneti.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun