Formúlu 1 ökumaðurinn Kobayashi vill færa Japönum von og jákvæðar fréttir 18. mars 2011 17:42 Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira