Button afskrifar ekki þriðja sigurinn í röð í Ástralíu 18. mars 2011 17:05 Lewis Hamilton og Jenson Buttonn á frumsýningu McLaren í vetur. Mynd: Getty Images/Andreas Rentz Bongarts Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag. "Albert Park hefur reynst mér vel. Ég hef unnið þar tvö síðustu keppnistímabil. Brautin er frábær til kappaksturs og virðist hún alltaf skapa óútreiknanleg mót", sagði Button. "Kannski vegna þess að mótið er í upphafi tímabilsins, þar sem staðan er ekki ljós og fljótustu bílarnir reynast ekki sem skildi. Því fylgir spenna. Svo til viðbótar verða fleiri þjónustuhlé, (vegna öðruvísi dekkja í ár) sem gæti skapað spennu og gert helgina óútreiknanlega. Ég er spurður að því reglulega hvort ég geti unnið þriðja árið í röð. Það er ekki líklegt á pappírunum, en hver veit? Ég get ekki afskrifað það", sagði Button. Hamilton verður væntanlega ekki síður sprækur en Button í Melbourne. "Við getum ekki leynt því að æfingarnar hafa verið erfiðari en búist var við. Við höfum ekki ekið eins mikið og keppinautar okkar, né höfum við haft sama hraða og fljóustu bílarnir", sagði Hamilton. "Samt hef ég góða tilfinningu fyrir MP4-26 bílnum. Ég kann vel við að keyra bílinn og að hann muni fara vel með dekkin og mér skilst að við munum bæta bílinn fyrir fyrsta mótið", sagði Hamilton. "Samt sem áður, þá vitum við að við förum til Melbourne til að berjast við sum lið sem eru mjög vel undirbúinn. Bæði hvað varðar hraða og áreiðanleika. En stundum skiptir það ekki öllu í fyrstu mótunum sem eru óútreiknanleg og ekki síður mikilvægt að ná í einhver stig í þeim." "Ég hef trú á því að þó æfingar hafi ekki gengið sem skyldi og við hefðum viljað, þá hef ég það á tilfinningunni að við mætum til Melbourne með allt í standi. Það gerir mig spenntan", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren mætir í fyrsta Formúlu 1 mót ársins 27. mars í Ástralíu með McLaren liðinu, ásamt Lewis Hamilton. Hann hefur unnið sama mót tvö síðustu ár á Albert Park brautinni í Melbourne. Button og Hamilton ræddu málin í fréttatilkynningu frá McLaren sem var birt á autosport.com í dag. "Albert Park hefur reynst mér vel. Ég hef unnið þar tvö síðustu keppnistímabil. Brautin er frábær til kappaksturs og virðist hún alltaf skapa óútreiknanleg mót", sagði Button. "Kannski vegna þess að mótið er í upphafi tímabilsins, þar sem staðan er ekki ljós og fljótustu bílarnir reynast ekki sem skildi. Því fylgir spenna. Svo til viðbótar verða fleiri þjónustuhlé, (vegna öðruvísi dekkja í ár) sem gæti skapað spennu og gert helgina óútreiknanlega. Ég er spurður að því reglulega hvort ég geti unnið þriðja árið í röð. Það er ekki líklegt á pappírunum, en hver veit? Ég get ekki afskrifað það", sagði Button. Hamilton verður væntanlega ekki síður sprækur en Button í Melbourne. "Við getum ekki leynt því að æfingarnar hafa verið erfiðari en búist var við. Við höfum ekki ekið eins mikið og keppinautar okkar, né höfum við haft sama hraða og fljóustu bílarnir", sagði Hamilton. "Samt hef ég góða tilfinningu fyrir MP4-26 bílnum. Ég kann vel við að keyra bílinn og að hann muni fara vel með dekkin og mér skilst að við munum bæta bílinn fyrir fyrsta mótið", sagði Hamilton. "Samt sem áður, þá vitum við að við förum til Melbourne til að berjast við sum lið sem eru mjög vel undirbúinn. Bæði hvað varðar hraða og áreiðanleika. En stundum skiptir það ekki öllu í fyrstu mótunum sem eru óútreiknanleg og ekki síður mikilvægt að ná í einhver stig í þeim." "Ég hef trú á því að þó æfingar hafi ekki gengið sem skyldi og við hefðum viljað, þá hef ég það á tilfinningunni að við mætum til Melbourne með allt í standi. Það gerir mig spenntan", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira