Stofnandi Idol stjörnleitarinnar ráðinn umboðsmaður Lewis Hamilton 15. mars 2011 14:10 Lewis Hamilton og Nicole Scherzinger, kærasta Hamiltons. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Bretinn Simon Fuller, sem er maðurinn á bakvið Idol stjörnuleitina sem er m.a. sýnd á Stöð 2 og fyrirtæki hans, XIX Entertainment er umboðsaðili fyrir Formúlu 1 ökumanninn Lewis Hamilton. Greint var frá þessu á autosport.com í gær. Fuller er vel þekktur í skemmtanabransanum og fyrirtæki hans sér m.a. um mál David Beckham. Auk þess að sinna Idol er hann einn af mönnunum á bakvið So you think you can dance þættina, sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Þá hefur Fuller verið umboðsmaður margra söngvara, eins og Annie Lennox, Spice Girls, Carrie Underwood, David Cook, Adam Lambert og fleiri. Hamilton hefur verið í fremstu röð í Formúlu 1 síðustu ár og varð meistari árið 2008 með McLaren og var í titilslagnum í fyrra ásamt fjórum öðrum ökumönnum. Faðir Hamiltons, Anthony var lengst af umboðsmaður Hamiltons, en sonurinn vildi breytingar og sá um sín mál sjálfur í fyrra. "Það var mikilvægt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, sem varð að vera rétt fyrir ferill minn og framtíð", sagði Hamilton um nýjan umboðsaðila. "Ég talaði við marga áhugasama aðila, en fannst Simon Fuller og fyrirtæki hans vilja hjálpa mér að verða að betri kappakstursökumanni og með metnað gagnvart framtíð minni. Ég hlakka til að starf með þeim." Margir kannast við að hafa séð nafn Simon Fuller úr Idol þáttunum, en sumir rugla nafni hans þó við Simon Cowell sem var dómari í þáttunum. Um allt annan mann er að ræða. Báðir eru kapparnir breskir eins og Hamilton. "Ég hef hitt Lewis og föður hans nokkrum sinnum og hef fylgst vel með ferli hans í nokkur ár. Ég hef fylgst stoltur með árangri hans með aðdáun, og ótrúlegt að hann vann meistaratitilinn jafn ungur og raun ber vitni",sagði Fuller. "Hann er ekki aðeins einn af fremstu íþróttamönnunum af sinni kynslóð, ég hef trú á því að hann verði einn sá besti í sögunni. Það er heiður að vera við hlið Lewis á spennandi tímapunkti á ferli hans", sagði Fuller. Anthony, faðir Hamiltons kvaðst ánægður með val sonar síns, sem hefði tekið sér góðan tíma að velja sér samstarfsaðila. Formúla Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Bretinn Simon Fuller, sem er maðurinn á bakvið Idol stjörnuleitina sem er m.a. sýnd á Stöð 2 og fyrirtæki hans, XIX Entertainment er umboðsaðili fyrir Formúlu 1 ökumanninn Lewis Hamilton. Greint var frá þessu á autosport.com í gær. Fuller er vel þekktur í skemmtanabransanum og fyrirtæki hans sér m.a. um mál David Beckham. Auk þess að sinna Idol er hann einn af mönnunum á bakvið So you think you can dance þættina, sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Þá hefur Fuller verið umboðsmaður margra söngvara, eins og Annie Lennox, Spice Girls, Carrie Underwood, David Cook, Adam Lambert og fleiri. Hamilton hefur verið í fremstu röð í Formúlu 1 síðustu ár og varð meistari árið 2008 með McLaren og var í titilslagnum í fyrra ásamt fjórum öðrum ökumönnum. Faðir Hamiltons, Anthony var lengst af umboðsmaður Hamiltons, en sonurinn vildi breytingar og sá um sín mál sjálfur í fyrra. "Það var mikilvægt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, sem varð að vera rétt fyrir ferill minn og framtíð", sagði Hamilton um nýjan umboðsaðila. "Ég talaði við marga áhugasama aðila, en fannst Simon Fuller og fyrirtæki hans vilja hjálpa mér að verða að betri kappakstursökumanni og með metnað gagnvart framtíð minni. Ég hlakka til að starf með þeim." Margir kannast við að hafa séð nafn Simon Fuller úr Idol þáttunum, en sumir rugla nafni hans þó við Simon Cowell sem var dómari í þáttunum. Um allt annan mann er að ræða. Báðir eru kapparnir breskir eins og Hamilton. "Ég hef hitt Lewis og föður hans nokkrum sinnum og hef fylgst vel með ferli hans í nokkur ár. Ég hef fylgst stoltur með árangri hans með aðdáun, og ótrúlegt að hann vann meistaratitilinn jafn ungur og raun ber vitni",sagði Fuller. "Hann er ekki aðeins einn af fremstu íþróttamönnunum af sinni kynslóð, ég hef trú á því að hann verði einn sá besti í sögunni. Það er heiður að vera við hlið Lewis á spennandi tímapunkti á ferli hans", sagði Fuller. Anthony, faðir Hamiltons kvaðst ánægður með val sonar síns, sem hefði tekið sér góðan tíma að velja sér samstarfsaðila.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira