Umfjöllun: Framarar niðurlægðu Hauka á þeirra eigin heimavelli Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2011 18:40 Jóhann Gunnar Einarsson gefur inn á nafna sinn Reynisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Framarar sýndu í dag að liðið er til alls líklegt í N1-deild karla en þeir gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Haukamenn sem sáu aldrei til sólar. Leiknum lauk með sigri Framara 34-22. Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði Framara átta mörk en Stefán Rafn Sigurmannson var eini leikmaður Hauka með lífsmarki en hann skoraði sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik á Ásvöllum í dag þegar Haukar tóku á móti Fram í 19. umferð N1-deild karla. Framarar voru fyrir leikinn með 21 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar með aðeins einu stigi minna í því fjórða. Haukar gátu því með sigri komist upp fyrir Framara en þessi lið berjast bæði um laust sæti í úrslitakeppninni. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og góður varnarleikur var einkennandi. Þegar staðan var 4-4 fóru Framarar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð á nokkrum andartökum og allt í einu var staðan 9-4 fyrir gestina, en þá tók Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka, leikhlé og messaði yfir sínum mönnum. Leikur Hauka batnaði alls ekki eftir leikhléið heldur versnaði hann til muna. Framarar náðu mest átta marka forystu 17-9 í fyrri hálfleik. Framarar voru að leika alveg sérstaklega góðan varnarleik í fyrri hálfleik og hrein unun að fylgjast með. Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, fékk sína aðra brotvísun eftir aðeins 20 mínútna leik en hann hafði verið gríðarlega mikilvægur í vörninni fram að því. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Fram. Haukar hófu síðari hálfleikinn skelfilega en þeir náðu aðeins að skora 3 mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins. Framarar gengu á lagið og juku við forskot sitt en staðan varð fljótlega 24-15 og leikurinn í raun búinn. Gríðarleg stemmning var í Framliðinu og þeir fögnuðu hverju marki eins og það væri úrslitamarkið. Haukar náðu mest 12 marka forystu og hreinlega niðurlægðu Hauka þá þeirra eigin heimavelli. Þegar lokaflautið gall þá var staðan 34-22 og algjör upprúllun staðreynd. Eftir leikinn í dag eru Framarar í vænlegri stöðu með 23 stig í þriðja sætinu og það er alfarið í þeirra eigin höndum að komast í úrslitakeppnina. Haukar eru með 20 stig í fjórða sætinu en það er alveg á hreinu að liðið nær ekki að halda fjórða sætinu með spilamennsku eins og sást í dag. Haukar - Fram 22-34 (12-18)Mörk Haukar (Skot): Stefán Rafn Sigurmannson 7 (17) ,Tjörvi Þorgeirsson 4 (8) ,Heimir Óli Heimisson 3 (4), Freyr Brynjarsson 3 (6) ,Guðmundur Árni Ólafsson 2 (3) ,Björgvin Þór Hólmgeirsson 2 (4) ,Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1 (29/5, 39%), Aron Rafn Eðvarsson 0 (4/2)Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Freyr Brynjarsson , Guðmundur Árni 2, Stefán Rafn)Fiskuð víti: 2(Björgvin og Freyr)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 8/6 (17/8) ,Jóhann Karl Reynisson 7 (9) ,Andri Berg Haraldsson 6 (9) ,Jóhann Gunnar Einarsson 6 (10) ,Haraldur Þorvarðarson 3 (3) ,Magnús Stefánsson 1 (4) ,Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1) ,Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3) ,Matthías Daðason 1 (1).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 16 (21/1, 43%), Björn Viðar Björnsson 0 (1)Hraðaupphlaup: 5 ( Stefán Baldvin2 ,Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar)Fiskuð víti: 8(Jóhann Karl 2, Jóhann Gunnar 2, Halldór Jóhann 2, Hákon Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson)Utan vallar: 6 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira