Vettel hóf titilvörnina með sigri 27. mars 2011 09:35 Sebastian Vettell náði strax forystu í mótinu í Melbourne og lét hana ekki af hendi í lokin. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum. Lewis Hamilton varð í öðru sæti á McLaren og Vitaly Petrov á Renault í þriðja sæti, en hann er fyrsti rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn í sögunni. Náði sínum besta árangri í íþróttinni, en hann keppti í fyrra. Í upphafi mótsins var mínútuþögn til að minnast fórnarlamba náttúruhamfaranna í Japan á dögunum og allir bílar voru merktir japanska fánanum og margir ökumenn með sérstakar merkingar á hjálmum sínum. Einn ökumaður er japanskur, en það er Kamui Kobayashi og ók hann með sorgarband. Vettel var fremstur á ráslínu og náði strax forystu í mótinu og hélt Hamilton í skefjum frá upphafi til enda. Fernando Alonso á Ferrari átti aldrei möguleika á að skáka Petrov á Renault á lokaspretti mótsins og liðsmenn Renault sendu hlýjar kveðjur í sjónvarpsútsendingunni til Robert Kubica sem hvílir heima vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Nick Heidfeld ekur bíl Renault í stað Kubica en náði ekki markverðum árangri. Heimamaðurinn Mark Webber náði ekki að setja mark sitt á baráttuna um verðlaunasæti, en nýliðinn Sergio Perez frá Mexíkó á Sauber náði sjöunda sæti í fyrsta móti ársins á undan liðsfélaga sínum Kobayashi. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1h29:30.259 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 22.297 3. Petrov Renault + 30.560 4. Alonso Ferrari + 31.772 5. Webber Red Bull-Renault + 38.171 6. Button McLaren-Mercedes + 54.300 7. Perez Sauber-Ferrari + 1:05.800 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:16.800 9. Massa Ferrari + 1:25.100 10. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1 hringur Bílasmiðir 1. Vettel 25 1. Red Bull-Renault 35 2. Hamilton 18 2. McLaren-Mercedes 26 3. Petrov 15 3. Renault 15 4. Alonso 12 4. Ferrari 14 5. Webber 10 5. Sauber-Ferrari 10 6. Button 8 6. Toro Rosso-Ferrari 1 7. Perez 6
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira