Hvað gengur þeim til? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. mars 2011 16:08 Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011).
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar