MP Banki þarf að greiða Byr 317 milljónir Valur Grettison skrifar 22. mars 2011 14:51 Byr bar sigurorð af MP Banka. MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf. Byr vildi meina að MP Banki hefði selt sameiginlegt veð fyrir láninu án þess að greiða sparisjóðnum hluta af láninu sem var þeirra, eða 317 milljónir. Það var Sparisjóður Vélstjóra sem veitti Hansa tveggja og hálfs milljarða króna lán árið 2006. Síðar gerðu Byr og MP Banki með sér aðildarsamning þar sem bankinn eignaðist 40 prósent í lánasamningnum. Helstu veð Hansa fyrir kúluláninu voru hlutabréf í Straumi-Burðarás og Landsbankanum. Rétt fyrir hrunið fór hlutabréfaverð lækkandi sem varð til þess að Hansa lagði fram frekari veð í Landsbankanum vegna lánsins, og greiddi að auki 275 milljónir króna upp í lánið til að koma tryggingahlutföllum í lag. Fjárhæðin skiptist samkvæmt lánasamningi á milli Byrs og MP Banka. Verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa í Landsbankanum héldu hins vegar áfram að lækka og var því var ákveðið að ganga að þeim í október 2008. Sparisjóðurinn kvaðst hafa fullvissu fyrir því að MP Banki hefði selt hlutabréfin í Landsbankanum, veðin það er að segja, fyrir ríflega hálfan milljarð króna, án þess að greiða sparisjóðnum 60 prósent upphæðarinnar, eða tæplega 317 milljónir króna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Byr átti að fá þessi 60 prósent af seldum hlutum í Landsbankanum. Það var Stefán Bj. Gunnlaugsson sem flutti málið fyrir Byr. MP Banki hefur þrjá mánuði til þess að áfrýja málinu. Innlent Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf. Byr vildi meina að MP Banki hefði selt sameiginlegt veð fyrir láninu án þess að greiða sparisjóðnum hluta af láninu sem var þeirra, eða 317 milljónir. Það var Sparisjóður Vélstjóra sem veitti Hansa tveggja og hálfs milljarða króna lán árið 2006. Síðar gerðu Byr og MP Banki með sér aðildarsamning þar sem bankinn eignaðist 40 prósent í lánasamningnum. Helstu veð Hansa fyrir kúluláninu voru hlutabréf í Straumi-Burðarás og Landsbankanum. Rétt fyrir hrunið fór hlutabréfaverð lækkandi sem varð til þess að Hansa lagði fram frekari veð í Landsbankanum vegna lánsins, og greiddi að auki 275 milljónir króna upp í lánið til að koma tryggingahlutföllum í lag. Fjárhæðin skiptist samkvæmt lánasamningi á milli Byrs og MP Banka. Verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa í Landsbankanum héldu hins vegar áfram að lækka og var því var ákveðið að ganga að þeim í október 2008. Sparisjóðurinn kvaðst hafa fullvissu fyrir því að MP Banki hefði selt hlutabréfin í Landsbankanum, veðin það er að segja, fyrir ríflega hálfan milljarð króna, án þess að greiða sparisjóðnum 60 prósent upphæðarinnar, eða tæplega 317 milljónir króna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Byr átti að fá þessi 60 prósent af seldum hlutum í Landsbankanum. Það var Stefán Bj. Gunnlaugsson sem flutti málið fyrir Byr. MP Banki hefur þrjá mánuði til þess að áfrýja málinu.
Innlent Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira