Möguleikar Íslands Heiðar Guðjónsson skrifar 22. mars 2011 06:00 Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum á krossgötum í dag, þar sem við spyrjum okkur grundvallarspurninga eins og á hverju munum við lifa og byggja landið í framtíðinni. Flestum þykir að sjálfsögðu erfitt að hafa ekki fast land undir fótum þegar kemur slíkum lykilspurningum og því mikilvægt að uppbyggileg umræða fari fram sem hjálpi okkur að gera myndina skýrari, þannig að við vitum betur hvert skal stefna. Staðreyndin er að hamingja hvers manns ræðst mikið af væntingum um framtíðina. Snúist væntingar um framtíðina um verri tíð, er hamingjan takmörkuð. Séu væntingar um betri aðstæður eykst hamingja og þróttur hvers manns. Umræðan um hvers konar þjóðfélag eigi að ríkja á Íslandi byggir á framtíðarsýn okkar um þróun þeirra þátta sem hafa áhrif á okkur. Hugmyndir félagsfræðinga, landafræðinga, veðurfræðinga og hagfræðinga mótast af ólíkum þáttum. Hins vegar virðist hjálplegt að taka þær hugmyndir saman og sjá hvað helstu sérfræðingar telji að verði helstu áhrifavaldar um þróun lífs á jörðinni. Dr. Laurence Smith, prófessor við UCLA háskóla, gaf út bók sína „The New North" í þessum mánuði í Evrópu, en hugmyndir hans hafa vakið gríðarlega athygli. Þær byggjast á því að fjórir grunnþættir verði ráðandi um þróun lífskjara almennings. Þær eru fjölgun mannkyns, alþjóðavæðing, sókn í hrávörur og hlýnun jarðar. Deila má endalaust um þessa þætti. Hvað valdi og hvort að mál muni þróast með einum hætti eða öðrum. Það breytir því hins vegar ekki að að áhugavert er að ímynda sér hvaða áhrif það hefði gengi þessi framtíðarsýn eftir. Í bókinni fjallar Dr. Smith um ríki norðurheimskautsins og hvernig lífsgæði þar muni aukast í framtíðinni. Þannig muni hnattræn hlýnun bæta stöðu landbúnaðar og auka flutning fólks norðurþegar veðurskilyrði batna þar en versna á öðrum svæðum. Ferðamannaiðnaður muni vaxa. Aðgangur að vatni verði æ mikilvægari og „blátt gull" þessara landa séu stærstu birgðir jarðar af vatni. Eins muni leit að olíu og gasi færast norður á bóginn samhliða siglingum og flutningum á sjó. Íslendingar framleiða í dag 5 sinnum þá orku sem þeir þurfa, en umframorkan er seld til erlendrar stóriðju. Við framleiðum 10 sinnum meira af próteini, með fiskveiðum og vinnslu, en við neytum. Við eigum gríðarlegar birgðir af hreinu vatni og nú bætast við möguleikar á olíu og gasleit, þegar Norðmenn eru að byrja að rannsaka Drekasvæðið, en Íslendingar eiga tilkall til 75% af þeim auðlindum sem þar finnast. Á síðustu 30 árum hefur Íslendingum fjölgað um helming og Dr. Smith telur að sú þróun muni væntanlega halda áfram. Íslendingar verði því um hálf milljón eftir önnur 30 ár. Miðað við stöðu og auðlindir Íslands og ofangreinda framtíðarsýn eru tækifærin í tengslum við hinar gríðarlegu náttúruauðlindir sem Íslendingar eiga mögnuð og geta hæglega skapað slíkum íbúafjölda lífsskilyrði í fremstu röð. Í slíkri framtíðarsýn er Ísland land tækifæranna þar sem þjóðin getur horft þróttmikil fram á veg. Allir sem eru áhugasamir um hugmyndir Dr. Smith eru boðnir velkomnir á á fyrirlestur hans á föstudag 25. mars í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands klukkan 12.00.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun