Nýliðinn Maldonado og reynsluboltinn Barrichello eru tilbúnir í fyrsta Formúlu 1 mótið 21. mars 2011 13:20 Pastor Maldonado er frá Venúsúela. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni. "Ég er meira en tilbúinn að byrja fyrsta Formúlu 1 tímabilið mitt. Ég hef aldrei komið til Melbourne, en við höfum æft talsvert sem bætist við tímann sem ég hef ekið brautina í ökuherminum okkar", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. Keppnislið hafa verið við æfingar á Spáni annað slagið í vetur. "Núna hlakkar mig bara til að keppa. Það verður spennandi augnablik. Markmið mitt þessa helgi er að komast í endamark og ná í stig", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumikill ökumaður og sá sem hefur ekið í flestum mótum í Formúlu 1 frá upphafi. "Það eru allir tvöfalt spenntir fyrir fyrsta mótið, þar sem við hefðum þegar átt að vera búnir að keppa. Það var frábært að fá tíma með börnunum, en ég vill fara byrja og get ekki beðið eftir því að sjá rauðu ljósin slökkna í Melbourne þegar keppnistímabilið fer í gang", sagði Barrichello. "Það er alltaf spennandi þegar allir raða sér upp á ráslínuna án nokkurra stiga í stigamótinu. Ég læt mig alltaf dreyma um hvað gæti gerst, en ég verð að hafa báða fætur á jörðinni og einbeita mér að mótinu sem er framundan. Ég hlakka til að koma til Ástralíu", sagði Barrichello. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams segir spennandi að takast á við sitt fyrsta Formúlu 1 mót um næstu helgi. Það verður í Ástralíu. Maldonado varð meistari í fyrra í GP2 mótaröðinni, sem er undirmótaröð Formúlu 1. Hann ekur með Rubens Barrichello hjá Williams, sem er einbeittur fyrir fyrsta mótið eftir að hafa notið þess að vera í fríi með fjölskyldu sinni. "Ég er meira en tilbúinn að byrja fyrsta Formúlu 1 tímabilið mitt. Ég hef aldrei komið til Melbourne, en við höfum æft talsvert sem bætist við tímann sem ég hef ekið brautina í ökuherminum okkar", sagði Maldonado í fréttatilkynningu frá Williams. Keppnislið hafa verið við æfingar á Spáni annað slagið í vetur. "Núna hlakkar mig bara til að keppa. Það verður spennandi augnablik. Markmið mitt þessa helgi er að komast í endamark og ná í stig", sagði Maldonado. Barrichello er reynslumikill ökumaður og sá sem hefur ekið í flestum mótum í Formúlu 1 frá upphafi. "Það eru allir tvöfalt spenntir fyrir fyrsta mótið, þar sem við hefðum þegar átt að vera búnir að keppa. Það var frábært að fá tíma með börnunum, en ég vill fara byrja og get ekki beðið eftir því að sjá rauðu ljósin slökkna í Melbourne þegar keppnistímabilið fer í gang", sagði Barrichello. "Það er alltaf spennandi þegar allir raða sér upp á ráslínuna án nokkurra stiga í stigamótinu. Ég læt mig alltaf dreyma um hvað gæti gerst, en ég verð að hafa báða fætur á jörðinni og einbeita mér að mótinu sem er framundan. Ég hlakka til að koma til Ástralíu", sagði Barrichello.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira