Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram Stefán Árni Pálsson í Safamýrinni skrifar 31. mars 2011 21:51 Erlingur Birgir Richardsson og Kristinn Guðmundsson, þjálfarar HK. Mynd/Vilhelm HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már) Olís-deild karla Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már)
Olís-deild karla Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira