Möguleikarnir í N1-deild karla fyrir næstsíðustu umferðina í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 15:00 HK og Haukar eru að berjast um fjórða sæti deildarinnar en Valsmenn geta reyndar enn blandað sér í þá baráttu. Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu) Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu)
Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira