Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með stórsigur á Stjörnunni í kvöld en leikurinn endaði 38-30. Fram því einum sigri frá því að komast í úrslit í N1-deild kvenna.
,,Ég bjóst náttúrulega ekki alveg við þessu enda bjóst ég við hörkuleik og þetta var það í fyrri hálfleik en við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik og þar skildu leiðir," sagði Einar Jónsson kampakátur í leikslok
Fyrri leikir þessara liða hafa verið mun jafnari í vetur og Framarar aðeins unnið þá leiki með einu marki auk þess að vera undir megnið af þeim leikjum.
,,Við fórum vel yfir það sem mátti laga í hálfleiknum og stelpurnar löguðu það enda erum við að spila á móti mjög sterku liði og þær sýndu það í dag með því að skora 30 mörk á útivelli.“.
Einar var ánægður með að vera byrjaður að spila aftur eftir smá hlé eftir að deildin kláraðist og fannst biðin erfið.
,,Svona á þetta á vera maður er búinn að bíða eftir þessu allan veturinn og loksins byrjar stuðið. Þetta er það skemmtilegasta við þetta stórir leikir, mikið undir og frábær umgjörð," sagði Einar Jónsson í samtali við Vísi í kvöld.
Einar: Spiluðum frábærlega í seinni hálfleik
Hlynur Valsson í Safamýri skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
