Bréf til Alþingis Salvör Nordal skrifar 30. mars 2011 09:15 Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun