Fá Karthikeyan og Liuzzi að keppa í Malasíu? 5. apríl 2011 17:07 Viantonio Liuzzi í tímatöku í fyrsta móti ársins, sem var í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hispania liðið spænska reið ekki feitum hesti frá fyrsta Formúlu 1 móti ársins, en hvorki Narain Karthikeyan frá Indlandi né Ítalinn Viantonio Liuzzi fengu að keppa á spánýjum Hispania F111 bílum liðsins. Þeir náðu ekki lágmarkstíma í tímatökunni. Samkvæmt nýrri reglu FIA í ár segir að ökumenn megi ekki vera meira en 7% á eftir tíma fljótasta ökumannsins í fyrstu umferð af þremur í tímatökunni. Hvorugur ökumaður Hispania náði þessu lágmarki og dómarar ákvaðu að veita ekki undanþágu frá reglunni, sem var ekki í gildi í fyrra. En Karthikeyan og Liuzzi mæta báðir til Malasíu um næstu helgi og stefna á að komast í gegnum tímatökuna og í keppnina. „Síðast þegar ég keppti í Malasíu, árið 2005 þá fékk ég mikinn stuðning frá heimamönnum. Það mættu líka margir landar mínir til að fylgjast með keppninni, þannig að ég á stórkostlegar minningar um mótið. Ég elska líka matinn þarna, sem er vel kryddaður eins og heima", sagði Karthikeyan í fréttatilkynningu frá Hispania. „Þó ég hafi ekki ekið bílnum nema fáeina hringi í Ástralíu, þá fann ég að bíllinn hefur burði til að vera betri en bíll síðasta árs. Sepang brautin reynir á tæknilega séð, bæði fyrir ökumann og bíl og verður því góður vettvangur til að prófa F111 bílinn. Markmiðið er að aka sem mest til að skilja bílinn og ná út úr honum því sem í honum býr. Markmiðið er líka að komast í gegnum tímatökuna og komast í endamarkið í keppninni." Karthikeyan kvaðst vel settur líkamlega fyrir hitann og rakann í Malasíu, en liðsfélagi hans Liuzzi býst við betra gengi en í fyrsta móti ársins. Veðrið getur oft spilað stórt hlutverk og rigning sett svipi sinn á keppnina í Malasíu. „Ég man að rigning hafði áhrif á tímatökuna í fyrra og var vandasöm upplifun. Sepang brautin verður góð fyrir F111 bíllinn og fyrsta alvöru mótið okkar. Við munum fá mikið af upplýsingum um bílinn og væntum þess að standa okkur í tímatökum og ljúka keppninni, til að staðfesta skilvirkni og áreiðanleika bílins." „Ég er fullur sjálfstraust og einbeittur fyrir mótið. Ég er viss um að hlutirnir verða öðruvísi en í Ástralíu, af því við erum betur undirbúnir og meðvitaðir um hvað þarf að gera", sagði Liuzzi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira