Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 2. apríl 2011 15:32 Karen Knútsdóttir var hetja Framara í dag. Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Olís-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira