Meistarinn Vettel nýtur þess að keppa í fjarlægum löndum 1. apríl 2011 15:32 Sebastian Vettel fagnar sigri í Melbourne í Ástralíu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins Red Bull og liðsfélagi hans Mark Webber vill komast á verðlaunapall í næsta móti, sem verður í Malasíu um aðra helgi. Viku seinna keppa kapparnir í Sjanghæ í Kína, en Red Bull liðið flytur samtals 40 tonn af búnaði á hvorn mótsstað fyrir sig. „Það er heitt og rignir á hverjum degi, en spurningin er hvenær og hve mikið", sagði Vettel um mótssvæðið í Malasíu í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag. Vettel vann mótið í Malasíu í fyrra, eftir að hafa verið á eftir Webber og Nico Rosberg hjá Mercedes á ráslínunni. Webber varð í öðru sæti í Malasíu og Rosberg varð þriðji. „Það er allt í boði á þessari braut og beygja fjórtán er vandasöm. Það þarf að bremsa um leið og maður er að beygja." Viku eftir mótið í Malasíu, þá keppir Vettel í Kína, en hann vann þá keppni 2009. „Ef við horfum til Kína, þá á ég góðar minningar þaðan frá því fyrir tveimur árum. Við náðum ekki að endurtaka leikinn í fyrra, en reynum á ný. Ég kann vel við brautina og hef náð stigum þar. Mót í fjarlægum löndum eru yfirleitt sérstök og maður mætir þangað fyrr en ella og maður sér ólíka hluti. Ég nýt þess og hlakka til", sagði Vettel sem er búsettur í Sviss, þó hann hafi alist upp í Þýskalandi. Webber segir brautina í Malasíu frábæra braut og telur að mótin þar séu alltaf áhugaverð, ekki síst vegna veðurfarsins. „Þetta reynir á ökumenn útaf hitastiginu og við munum sjá hvernig dekkin virka. Við erum með mikið af upplýsingum úr fyrsta mótinu og búumst við því að bíllinn verði góður", sagði Webber. „Ég vil fá kampavín og komast á verðlaunapallinn. Mótið í Kína verður svipað og í Ástralíu. Það er nokkuð kalt þegar við verðum þar. Mótið verður áhugavert vegna þess að nýta má (stillanlegan) afturvægninn á beinu köflunum þar", sagði Webber, sem varð í fimmta sæti í fyrsta mótinu í Ástralíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins Red Bull og liðsfélagi hans Mark Webber vill komast á verðlaunapall í næsta móti, sem verður í Malasíu um aðra helgi. Viku seinna keppa kapparnir í Sjanghæ í Kína, en Red Bull liðið flytur samtals 40 tonn af búnaði á hvorn mótsstað fyrir sig. „Það er heitt og rignir á hverjum degi, en spurningin er hvenær og hve mikið", sagði Vettel um mótssvæðið í Malasíu í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag. Vettel vann mótið í Malasíu í fyrra, eftir að hafa verið á eftir Webber og Nico Rosberg hjá Mercedes á ráslínunni. Webber varð í öðru sæti í Malasíu og Rosberg varð þriðji. „Það er allt í boði á þessari braut og beygja fjórtán er vandasöm. Það þarf að bremsa um leið og maður er að beygja." Viku eftir mótið í Malasíu, þá keppir Vettel í Kína, en hann vann þá keppni 2009. „Ef við horfum til Kína, þá á ég góðar minningar þaðan frá því fyrir tveimur árum. Við náðum ekki að endurtaka leikinn í fyrra, en reynum á ný. Ég kann vel við brautina og hef náð stigum þar. Mót í fjarlægum löndum eru yfirleitt sérstök og maður mætir þangað fyrr en ella og maður sér ólíka hluti. Ég nýt þess og hlakka til", sagði Vettel sem er búsettur í Sviss, þó hann hafi alist upp í Þýskalandi. Webber segir brautina í Malasíu frábæra braut og telur að mótin þar séu alltaf áhugaverð, ekki síst vegna veðurfarsins. „Þetta reynir á ökumenn útaf hitastiginu og við munum sjá hvernig dekkin virka. Við erum með mikið af upplýsingum úr fyrsta mótinu og búumst við því að bíllinn verði góður", sagði Webber. „Ég vil fá kampavín og komast á verðlaunapallinn. Mótið í Kína verður svipað og í Ástralíu. Það er nokkuð kalt þegar við verðum þar. Mótið verður áhugavert vegna þess að nýta má (stillanlegan) afturvægninn á beinu köflunum þar", sagði Webber, sem varð í fimmta sæti í fyrsta mótinu í Ástralíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira