Umfjöllun: Akureyri í úrslitin Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 18. apríl 2011 20:07 Bjarni Fritzson og félagar spila til úrslita. Fréttablaðið/Sævar Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira