Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 16. apríl 2011 18:22 Ólafur Bjarki átti frábæran leik fyrir HK. Mynd/Stefán HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6) Olís-deild karla Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6)
Olís-deild karla Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira