„Þetta var hörku leikur og gríðarleg spenna," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir magnaðan sigur á Fram en leikur fór í vítakastkeppni þar sem Jenný varði eitt víti.
„Varnir liðanna voru ekki góðar í kvöld sem sést best á markaskorinu. Við náðum alltaf að halda sjó og landa þessum titli," sagði Jenný virkilega ánægð í leikslok.
