Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni Elvar Geir Magnússon í Vodafone-höllinni skrifar 13. apríl 2011 21:44 Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira