FH-ingar sópuðu til sín verðlaunum - Ásbjörn valinn bestur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 12:15 Allir verðlaunahafarnir í dag. Mynd/Valli FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
FH-ingar hlutu fjögur stærstu verðlaunin þegar Handknattleikssambandið gerði upp umferðir 15 til 21 í N1 deild karla í hádeginu í dag. Ásbjörn Friðrksson var valinn besti leikmaðurinn, Kristján Arason og Einar Andri Einarsson, þjálfarar FH þóttu vera bestu þjálfararnir, Sigurgeir Árni Ægisson var valinn besti varnarmaðurinn og FH-ingar fengu auk þess verðlaun fyrir bestu umgjörðina. Ásbjörn Friðriksson hefur spilaði vel í vetur og varð með 48 mörk í sjö leikjum liðsins í umferðum 15 til 21 sem gerir 6,9 mörk að meðaltali í leik. „Ásbjörn hefur leikið eins og herforingi í vetur, fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið, en stjórnun hans og markaskorun hafa fleytt FH-ingum yfir erfiða þröskulda. Ásbjörn er markahæsti leikmaður FH í vetur, stýrir sóknarleik liðsins af myndarskap og er góður varnarmaður," segir í umfjöllun um Ásbjörn. FH-ingar fengu 13 af 14 mögulegum stigum út úr þriðja hluta N1 deildar karla og tryggðu sér með því annað sætið og langþráðan þátttökurétt í úrslitakeppninni. „Kristján og Einar Andri hafa stýrt sterku FH-liði af myndarskap í vetur, en liðinu hefur vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið og þykir til alls líklegt í úrslitakeppninni. FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum á haustmánuðum og örugg stjórnun Kristjáns og Einars Andra gæti skilað titli í hús," segir í umfjöllun um bestu þjálfarana og FH-ingar áttu líka besta varnarmanninn. „Sigurgeir hefur verið sem ókleifur hamarinn í vörn FH-inga í vetur, frábær varnarmaður sem býr yfir þeim ágæta kosti að gera meðspilara sína betri. Hann er algjör lykilmaður í varnarleik FH, en Hafnfirðingar fengu á sig fæst mörk allra liða í N1-deild karla í vetur," segir í umfjöllun um Sigurgeir Árna. HK-ingurinn Bjarki Már Elísson og Akureyringurinn Bjarni Fritzson voru báðir í úrvalsliðinu í annað skiptið í vetur en hinir sex leikmenn úrvalsliðins voru að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið á þessu tímabili. Úrvalslið umferða 15-21 í N1 deild karla í handbolta:Markvörður: Hlynur Morthens, ValVinstra horn: Bjarki Már Elísson, HKVinstri skytta: Ólafur Guðmundsson, FHMiðjumaður: Ásbjörn Friðriksson, FHHægri skytta: Ernir Hrafn Arnarsson, ValHægra horn: Bjarni Fritzson, AkureyriLínumaður: Orri Freyr Gíslason, ValBesti þjálfarinn: Kristján Arason og Einar Andri Einarsson hjá FHBesti varnarmaðurinn: Sigurgeir Árni Ægisson hjá FHBesta umgjörðin: FHBestu dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira