Umfjöllun: Akureyringar komnir út í horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2011 21:45 Mynd/Vilhelm FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira