Horner: Höfum ekki efni á að vera værukærir 9. maí 2011 14:04 Red Bull liðið umvafið fjölmiðlamönnum eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur þetta breyst hratt. Fernando Alonso veitti okkur keppni í Tyrklandi, en engin annar virtist vera á sömu nótum. Fyrir 2-3 vikum var McLaren aðal keppinauturinn og svo virðist Mercedes hafa tekið framfaraskref", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Við höfum ekki efni á að vera værukærir og þurfum sð setja undir okkur hausinn til að hámarka árangurinn og læra á bílinn. Sigurinn um helgina var sá 18 á rúmum tveimur árum, þannig að við erum búnir að byggja upp góðan grunn." Það er frábært að fara til Barcelona á Spáni með 43 stiga forskot í keppni bílasmiða og Sebastian er með 34 stiga forskot í keppni ökumanna. En þessi stigamunur getur horfið eins og dögg fyrir sólu. Við töpuðum 43 stigum í Tyrklandi í fyrra, þannig að það var sætt að sigra núna, ári síðar." Horner telur að Vettel sé að vaxa sem persóna og ökumaður og það hjálpi gangi mála. Hann er núverandi meistari, en finnst það ekki auka álag. Hann nýtur þess og er í toppformi, skilur hvernig dekkin virka, hvernig hann nýtir þau og hann stóð sig vel", sagði Horner. Hann bætti því við að liðið væri búið að laga KERS-kerfi bílsins sem gefur 80 aukahestöfl í hring, en bilanir plöguðu bíl Vettels og Mark Webber í fyrstu mótunum. Formúla Íþróttir Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur þetta breyst hratt. Fernando Alonso veitti okkur keppni í Tyrklandi, en engin annar virtist vera á sömu nótum. Fyrir 2-3 vikum var McLaren aðal keppinauturinn og svo virðist Mercedes hafa tekið framfaraskref", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Við höfum ekki efni á að vera værukærir og þurfum sð setja undir okkur hausinn til að hámarka árangurinn og læra á bílinn. Sigurinn um helgina var sá 18 á rúmum tveimur árum, þannig að við erum búnir að byggja upp góðan grunn." Það er frábært að fara til Barcelona á Spáni með 43 stiga forskot í keppni bílasmiða og Sebastian er með 34 stiga forskot í keppni ökumanna. En þessi stigamunur getur horfið eins og dögg fyrir sólu. Við töpuðum 43 stigum í Tyrklandi í fyrra, þannig að það var sætt að sigra núna, ári síðar." Horner telur að Vettel sé að vaxa sem persóna og ökumaður og það hjálpi gangi mála. Hann er núverandi meistari, en finnst það ekki auka álag. Hann nýtur þess og er í toppformi, skilur hvernig dekkin virka, hvernig hann nýtir þau og hann stóð sig vel", sagði Horner. Hann bætti því við að liðið væri búið að laga KERS-kerfi bílsins sem gefur 80 aukahestöfl í hring, en bilanir plöguðu bíl Vettels og Mark Webber í fyrstu mótunum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira