Jákvætt gengi hjá Force India 3. maí 2011 14:32 Adrian Sutil ásamt starfsmönnum Force India í tímatökunni í Sjanghæ í Kína. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni. „Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan keppt var, en það var gott að fá stutt hlé. Til hugleiða byrjun tímabilsins og skoða tölvugögn og slaka aðeins á. Að mörgu leyti gengu fyrstu þrjú mótin betur en búist var við", sagði Sutil, sem hefur verið hjá liðinu í nokkur ár, en di Resta er að keppa í Formúlu 1 í fyrsta skipti á þessu ári. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra með Mercedes, en sú mótaröð fer að mestu fram í Þýskalandi. Sutil segir að lið hans hafi þegar náð í stig í mótum og verið nærri þeim tíu efstu í fyrstu þremur mótunum. „Ég tel að við höfum gert vel sem lið og erum með nokkuð traustan bíl. Nú er málið að þróa bílinn og endurbæturnar sem við fáum eru áhugaverðar, þannig að ég er spenntur að sjá útkomuna. Ég hlakka til að keppa í Istanbúl og finnst gaman að koma þangað. Brautin er skemmtileg, ekin upp og niður, langir beinir kaflar og hægt að fara framúr. Beygja átta er mjög sérstök, frábær beygja til að upplifa í Formúlu 1 bíl vegna miðflóttaflsins. Ég held við verðum nokkuð samkeppnisfærir og markmiðið er enn á ný að ná í stig", sagði Sutil. Di Resta hefur aldrei ekið á Istanbúl Park brautinni, en hefur þó ekið hana í ökuhermi. „Tímabilið hefur gengið nokkuð vel til þessa og mjög jákvætt frá sjónarhóli liðsins. Við þurfum að auka hraðann, en höfum hámarkað styrkleika okkar. Skiljum bílinn betur núna og höfum tekið framförum frá vetraræfingunum", sagði di Resta og kvað gott að hafa fengið frí til að hlaða eigin batterí. „Það verður nýtt fyrir mig að keppa í Istanbúl, þar sem ég ók ekki á föstudagsæfingum í fyrra og hef aldrei ekið brautina", sagði di Resta, en hann var þróunarökumaður og varaökumaður Force India í fyrra. „Það eina sem ég get stuðst við er akstur í ökuhermi, sem hluti af undirbúningi fyrir mótið. Beygja átta verður erfið, en aðrar beygjur eru jafn mikilvægar til að ná góðum aksturstíma. Það hjálpar að keyra í ökuhermi og liðið hefur veitt mér allar mögulegar upplýsingar", sagði di Resta. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni. „Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan keppt var, en það var gott að fá stutt hlé. Til hugleiða byrjun tímabilsins og skoða tölvugögn og slaka aðeins á. Að mörgu leyti gengu fyrstu þrjú mótin betur en búist var við", sagði Sutil, sem hefur verið hjá liðinu í nokkur ár, en di Resta er að keppa í Formúlu 1 í fyrsta skipti á þessu ári. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra með Mercedes, en sú mótaröð fer að mestu fram í Þýskalandi. Sutil segir að lið hans hafi þegar náð í stig í mótum og verið nærri þeim tíu efstu í fyrstu þremur mótunum. „Ég tel að við höfum gert vel sem lið og erum með nokkuð traustan bíl. Nú er málið að þróa bílinn og endurbæturnar sem við fáum eru áhugaverðar, þannig að ég er spenntur að sjá útkomuna. Ég hlakka til að keppa í Istanbúl og finnst gaman að koma þangað. Brautin er skemmtileg, ekin upp og niður, langir beinir kaflar og hægt að fara framúr. Beygja átta er mjög sérstök, frábær beygja til að upplifa í Formúlu 1 bíl vegna miðflóttaflsins. Ég held við verðum nokkuð samkeppnisfærir og markmiðið er enn á ný að ná í stig", sagði Sutil. Di Resta hefur aldrei ekið á Istanbúl Park brautinni, en hefur þó ekið hana í ökuhermi. „Tímabilið hefur gengið nokkuð vel til þessa og mjög jákvætt frá sjónarhóli liðsins. Við þurfum að auka hraðann, en höfum hámarkað styrkleika okkar. Skiljum bílinn betur núna og höfum tekið framförum frá vetraræfingunum", sagði di Resta og kvað gott að hafa fengið frí til að hlaða eigin batterí. „Það verður nýtt fyrir mig að keppa í Istanbúl, þar sem ég ók ekki á föstudagsæfingum í fyrra og hef aldrei ekið brautina", sagði di Resta, en hann var þróunarökumaður og varaökumaður Force India í fyrra. „Það eina sem ég get stuðst við er akstur í ökuhermi, sem hluti af undirbúningi fyrir mótið. Beygja átta verður erfið, en aðrar beygjur eru jafn mikilvægar til að ná góðum aksturstíma. Það hjálpar að keyra í ökuhermi og liðið hefur veitt mér allar mögulegar upplýsingar", sagði di Resta.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira