Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin 3. maí 2011 13:17 Kamui Kobayashi og Sergio Perez hjá Sauber. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1. „Í mínum huga er meistaramótið að hefjast núna, þar sem ég þekki næstu brautir. Ég keppti í tvígang á Istanbúl Park í GP2 mótaröðinni og kann vel við brautina. Ég kunni sérstaklega vel að meta beygju átta", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Þessi beygja er rómuð af ökumönnum, rétt eins og Eau Rogue beygjan á Spa brautinni í Belgíu. „Í Formúlu bíl reynir enn meira (heldur en í GP2 bíl) á hálsvöðanna í beygju átta og það verður álag á framdekkin. Við verðum að fara vel með þau. Ég hlakka til tyrkneska mótsins og vill ná í mín fyrstu stig", sagði Perez, sem hefur ekki ekið beygjuna í Formúlu 1 bíl áður. Miklir togkraftar miðflóttaaflsins virka á ökumenn í beygjunni og geta orðið 4-5G í mestu átökunum. Liðsfélagi Perez hjá Sauber, Kobayashi dvaldi í Tokyo um tíma eftir síðasta mót, en vegna náttúruhamfaranna í Japan skapaðist mikil samstaða innan Formúlu 1 geirans gagnvart Japan. Keppa á í Japan síðar á árinu. „Ég hlakka mjög til mótsins á Istanbúl Park, en brautin er ein af þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér. Okkur gekk nokkuð vel í fyrra og við náðum í okkar fyrstu stig, þegar ég lauk keppni í tíunda sæti. Það var léttir og minningin gefur enn góða tilfinningu", sagði Kobayashi. „Það eru tvær háhraðabeygjur sem ég kann vel við og sérstaklega kann ég við beygju átta, sem er þreföld vinstri beygja. Það verður erfitt að meta dekkjamálin og hvernig þau þróast. Það er venjulega lítið grip á brautinni og bílarnir skrika því mikil til. Það verður lykilatriði að spara framdekkin og halda dekkaslitinu í lágmarki", sagði Kobayashi. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1. „Í mínum huga er meistaramótið að hefjast núna, þar sem ég þekki næstu brautir. Ég keppti í tvígang á Istanbúl Park í GP2 mótaröðinni og kann vel við brautina. Ég kunni sérstaklega vel að meta beygju átta", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Þessi beygja er rómuð af ökumönnum, rétt eins og Eau Rogue beygjan á Spa brautinni í Belgíu. „Í Formúlu bíl reynir enn meira (heldur en í GP2 bíl) á hálsvöðanna í beygju átta og það verður álag á framdekkin. Við verðum að fara vel með þau. Ég hlakka til tyrkneska mótsins og vill ná í mín fyrstu stig", sagði Perez, sem hefur ekki ekið beygjuna í Formúlu 1 bíl áður. Miklir togkraftar miðflóttaaflsins virka á ökumenn í beygjunni og geta orðið 4-5G í mestu átökunum. Liðsfélagi Perez hjá Sauber, Kobayashi dvaldi í Tokyo um tíma eftir síðasta mót, en vegna náttúruhamfaranna í Japan skapaðist mikil samstaða innan Formúlu 1 geirans gagnvart Japan. Keppa á í Japan síðar á árinu. „Ég hlakka mjög til mótsins á Istanbúl Park, en brautin er ein af þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér. Okkur gekk nokkuð vel í fyrra og við náðum í okkar fyrstu stig, þegar ég lauk keppni í tíunda sæti. Það var léttir og minningin gefur enn góða tilfinningu", sagði Kobayashi. „Það eru tvær háhraðabeygjur sem ég kann vel við og sérstaklega kann ég við beygju átta, sem er þreföld vinstri beygja. Það verður erfitt að meta dekkjamálin og hvernig þau þróast. Það er venjulega lítið grip á brautinni og bílarnir skrika því mikil til. Það verður lykilatriði að spara framdekkin og halda dekkaslitinu í lágmarki", sagði Kobayashi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira