Webber vill komast á efsta þrep verðlaunapallsins á Spáni á ný 19. maí 2011 14:43 Mark Webber vann á Spáni í fyrra. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Mark Webber vann spænska kappaksturinn á Katalóníu brautinni á Spáni í fyrra og keppir á ný með Red Bull um helgina ásamt forystumanni stigamótsins, Sebastian Vettel. Webber var fremstur á ráslínu á brautinni fyrir kappaksturinn í fyrra og nýtti það vel, en síðustu 10 sigurvegarar mótins á Spáni hafa verið fremstir á ráslínu í upphafi kappaksturs. „Brautin er frábær, yfirborðið og útfærsla brautarinnar er mjög góð til aksturs Formúlu 1 bíls á ystu nöf", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um komandi mót. „Síðasta tímatökusvæðið var áður fyrr mjög hratt, en það hefur verið hægt á þessu svæði með hlykk, sem brýtur upp taktinn, en í heildina litið nýt ég þess að keyra brautina." Webber varð í öðru sæti í síðustu keppni í Tyrklandi á eftir Vettel. „Vitanlega vill ég bæta árangur minn frá því í Tyrklandi og það þýðir efsta þrepið á verðlaunapallinum. Það væri gaman að bæta við minningarnar sem ég á þaðan. Þetta er eitt besta mót ársins hvað varðar stemmninguna, vegna stuðningsins sem Fernando fær. Ég elska að fara hringinn í ökumannskynningunni (sem er á undan kappakstrinum) og sjá flugelda og söng þeirra. Það er alltaf skemmtilegt." Vettel þekkir brautina í Katalóníu vel eins og aðrir ökumenn, en hún er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, sem er höfuðborg Katalóníu héraðsins á Spáni. „Við þekkjum brautina vel frá vetraræfingum og hún ætti að henta bíl okkar vel. Sögulega séð býður brautin ekki upp á framúrakstur, en með DRS kerfinu (stillanlegum afturvæng) verður þetta öðruvísi núna", sagði Vettel, sem sagðist kunna vel við Spán og Barcelona borgina, sem honum þykir nýmóðins og arkitektúrinn áhugaverður. „Ég kann vel við Spánverja og menningu þeirra. Það er alltaf frábær stemmning á spönskum íþróttaviðburðum, eins og á Formúlu 1 og fótboltaleikjum", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira