Einar: Ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2011 17:19 Einar með aðstoðarmönnum sínum, Magnúsi Jónssyni og Guðríði Guðjónsdóttur. Mynd/Stefán Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. „Þetta er stórt verkefni en skemmtilegt. Þetta er búið að vera í umræðunni innan okkar raða í talsverðan tíma og mér fannst þetta vera skemmtileg lausn. Við vorum sammála um það að ég myndi halda áfram með kvennaliðið ásamt því að taka karlaliðið sem er nýtt skref í þessu öllu saman," sagði Einar á blaðamannfundi í dag. „Karladeildin heillar mjög því hún var frábær í vetur og þar er skemmtilegur starfvettvangur til að vera á. Það er erfitt að sleppa höndunum af kvennaliðinu þannig að þetta var mjög góð lending," sagði Einar sem hefur gert flotta hluti með kvennaliðið en á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu. „Við erum búin að vera ansi nálægt því að vinna þann stóra undanfarin fjögur ár en engu að síður höfum við unnið tvo bikarmeistaratitla og fleiri minni titla sem er mjög góður árangur. Við erum líka að skila leikmönnum út í atvinnumennsku þannig að eitthvað vorum við að gera rétt. Menn vilja halda áfram á þeirri braut sem hefur verið stigin hér undanfarin ár," sagði Einar. „Ég er hrikalega ánægður með það fólk sem vinnur með mér, Magnús Jónsson og Guðríði Guðjónsdóttur. það verður mikil ábyrgð sem hvílir á þeim og ég gat ekki fengið betra fólk með mér í þetta en þau," sagði Einar en Magnús verður aðstoðarmaður hans hjá karlaliðinu en Guðríður aðstoðar hann áfram með kvennaliðið. „Ég þarf að marka ákveðin spor hjá karlaliðinu og sýna hvaða leið ég vil fara. Það er vinna framundan með karlaliðið en ég vil meina að sú vinna hafi hafist fyrir ári síðan. Liðið var þá í fallbaráttu og rétt hélt sér uppi á síðasta leik. Í vetur fór liðið í undanúrslit bæði á Íslandsmóti og í bikar. Það má ekki taka það af liðinu að það náði prýðilegum árangri síðasta vetur og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það. Við verðum bara að horfa fram á vegin og vinna úr þeirri stöðu sem við erum í í dag," sagði Einar. „Ég var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fyrra og hef þjálfað suma af þessum drengjum í yngri flokkum. Ég þekki liðið mjög vel og hvers konar karaktera það skipa og hver geta liðsins er. Þessi hópur er flottur og það er mikil geta í þessu liði. Þetta er ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur að taka við. Það er metnaður í þessum hóp og það er okkar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra. Svo koma einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum," sagði Einar. „Þetta mun eitthvað rekast á en miðað við hvernig Íslandsmótið spilast ættu ekki leikir að rekast á. Ef við getum farið að hugsa svo langt að bæði lið verði í úrslitakeppninni þá er þetta ansi strangt. Ég myndi sem dæmi ekki gráta yfir því vandamáli að fara með bæði liðin í Höllina," sagði Einar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. „Þetta er stórt verkefni en skemmtilegt. Þetta er búið að vera í umræðunni innan okkar raða í talsverðan tíma og mér fannst þetta vera skemmtileg lausn. Við vorum sammála um það að ég myndi halda áfram með kvennaliðið ásamt því að taka karlaliðið sem er nýtt skref í þessu öllu saman," sagði Einar á blaðamannfundi í dag. „Karladeildin heillar mjög því hún var frábær í vetur og þar er skemmtilegur starfvettvangur til að vera á. Það er erfitt að sleppa höndunum af kvennaliðinu þannig að þetta var mjög góð lending," sagði Einar sem hefur gert flotta hluti með kvennaliðið en á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu. „Við erum búin að vera ansi nálægt því að vinna þann stóra undanfarin fjögur ár en engu að síður höfum við unnið tvo bikarmeistaratitla og fleiri minni titla sem er mjög góður árangur. Við erum líka að skila leikmönnum út í atvinnumennsku þannig að eitthvað vorum við að gera rétt. Menn vilja halda áfram á þeirri braut sem hefur verið stigin hér undanfarin ár," sagði Einar. „Ég er hrikalega ánægður með það fólk sem vinnur með mér, Magnús Jónsson og Guðríði Guðjónsdóttur. það verður mikil ábyrgð sem hvílir á þeim og ég gat ekki fengið betra fólk með mér í þetta en þau," sagði Einar en Magnús verður aðstoðarmaður hans hjá karlaliðinu en Guðríður aðstoðar hann áfram með kvennaliðið. „Ég þarf að marka ákveðin spor hjá karlaliðinu og sýna hvaða leið ég vil fara. Það er vinna framundan með karlaliðið en ég vil meina að sú vinna hafi hafist fyrir ári síðan. Liðið var þá í fallbaráttu og rétt hélt sér uppi á síðasta leik. Í vetur fór liðið í undanúrslit bæði á Íslandsmóti og í bikar. Það má ekki taka það af liðinu að það náði prýðilegum árangri síðasta vetur og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það. Við verðum bara að horfa fram á vegin og vinna úr þeirri stöðu sem við erum í í dag," sagði Einar. „Ég var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fyrra og hef þjálfað suma af þessum drengjum í yngri flokkum. Ég þekki liðið mjög vel og hvers konar karaktera það skipa og hver geta liðsins er. Þessi hópur er flottur og það er mikil geta í þessu liði. Þetta er ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur að taka við. Það er metnaður í þessum hóp og það er okkar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra. Svo koma einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum," sagði Einar. „Þetta mun eitthvað rekast á en miðað við hvernig Íslandsmótið spilast ættu ekki leikir að rekast á. Ef við getum farið að hugsa svo langt að bæði lið verði í úrslitakeppninni þá er þetta ansi strangt. Ég myndi sem dæmi ekki gráta yfir því vandamáli að fara með bæði liðin í Höllina," sagði Einar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira