Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum 23. maí 2011 17:30 Sergio Perez frá Mexíkó á fréttamannafundi á Spáni um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1. „Ég elska þessa braut og hún er ein af þeim sem eru í upphaldi hjá mér. Ég vann mót í fyrra í GP2 mótaröðinni þarna og núna get ég ekki beðið eftir að keppa í fyrsta skipti í Mónakó Grand Prix móti (Formúlu 1). Þetta verður sérstök helgi hjá mé", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. „Þetta er keppni sem ég hef beðið eftir og á þessari braut skiptir ökumaðurinn meira máli en á öðrum brautum. Stemmningin er frábær og þetta er mót sem allir ökumenn vilja vinna á ferlinum", sagði Perez. Liðsfélagi Perez hjá Sauber er Kamui Kobayashi og er spenntur fyrir mótinu eins og Perez. „Það er spennandi að keppa þarna. Þetta var erfitt mót hjá okkur í fyrra, en það verður annað upp á teningnum núna. Við höfum unnið mikið í bílnum varðandi hægu beygjurnar og vonandi náum við góðum árangri", sagði Kobyashi. „Ég hef keppt þarna þrívegis, tvisvar í GP2 og í fyrsta skipti í Formúlu 1 í fyrra. Það verður erfitt að taka framúr, en stillanlegi afturvængurinn gæti hjálpað til. En maður veit aldrei og það getur verið áhættusamt að reyna það. Það gæti verið hjálp í því að búa þarna, fyrir þá ökumenn sem það gera", sagði Kobayashi.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira