Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna 31. maí 2011 19:46 Jenson Button, Jessica Mishibata og Lewis Hamilton í Mónakó. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira