Fótbolti

Antonio Conte verður næsti þjálfari Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. Mynd/Nordic Photos/Getty
Antonio Conte hefur gert tveggja ára samning um að gerast þjálfari ítalska liðsins Juventus en Conte kom Siena upp í A-deildina á nýliðnu tímabili.

Conte tekur við starfi Luigi Delneri sem var látinn fara eftir að Juventus náði aðeins 7. sæti á þessu tímabili en liðið missti af sæti í Evrópudeildinni.

Conte er 41 árs gamall, fyrrum fyrirliði Juventus og er einn af farsælustu leikmönnum félagsins. Hann varð meðal annars fimm sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum í örðu sæti á rúmum áratug.

Antonio Conte lagði skóna á hilluna árið 2004 en hafði þá leikið 295 leiki fyrir Juvenuts frá árnu 1992. Hann hefur þjálfað Arezzo, Bari, Atalanta og Siena síðan þá og kom bæði Bari og Siena upp í A-deildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×