Sala fíkniefna í apótekum Teitur Guðmundsson skrifar 31. maí 2011 02:21 Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki er öll vitleysan eins! Það er nánast algalið þykir mér að ætla að selja hið löglega fíkniefni tóbak í apótekum landsins. Það kemur fram í ýmsum greinum úr virtum erlendum fagtímaritum að lyfsalar, almenningur og ekki síst læknar hafa verið á móti slíkri uppstillingu og jafnvel barist árum saman fyrir því að slíkri sölu yrði hætt. Það hafa meira að segja hafa verið sett lög í Bandaríkjunum sem banna slíka sölu í apótekum og ekki að ástæðulausu. Ég er mjög hlynntur flestum þeim tillögum sem koma fram í þingsályktunartillögu þingmanna um bann við tóbaksnotkun og er mikið framfaraskref nema hvað þetta atriði snertir. Apótek eru auðvitað selja ýmsan varning, mishollan og er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað eigi heima í sölu í slíkri verslun. En að beinlínis stilla upp sígarettum eða viðlíka óþverra nálægt sýklalyfjum og krabbameinslyfjum sem eru notuð oftar en ekki til að berjast gegn meinum af völdum tóbaks er einfaldlega fáranlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Við læknar, sem eyðum miklum hluta af starfi okkar í að sinna forvörnum og fá fólk til að hætta að reykja, með miklum stuðningi og fortölum auk annarra aðferða hljótum að vera alfarið á móti slíkri uppstillingu. Ef við ímyndum okkur apótek og veltum fyrir okkur hvað fæst í slíkri verslun er yfirleitt það fyrsta sem kemur í huga vörur sem hafa lækningamátt samanber að ofan og við tengjum vörurnar almennt við heilsu og allt litróf hennar. Það á við um lyf, vítamín, bætiefni, sólavörn og smitvarnir eins og smokka svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað er ýmis annar varningur til sölu en tæpast nokkuð sem jafnast á við hörmungarnar af tóbaksneyslu. Í umræðunni undanfarið hefur verið mikið rætt um læknadóp, sumir vilja frekar kalla það lyfjadóp, enda mjög neikvætt orð, en þau lyf sem undir þetta orð falla eru þrátt fyrir allt í flestum tilvikum notuð í réttum tilgangi og meiningin er að lækna einstaklinga eða líkna. Sú lína sem skilur þarna á milli í daglegu tali skaðar vissulega þá sem þurfa virkilega á lyfjunum að halda og upplifa tortryggni og stigmatiseringu. Nú hvarflar ekki að mér að blanda sérstaklega þessum tveimur umræðuefnum saman en velti því þó fyrir mér hvað er hið raunverulega fíkniefni, þó ekki dyljist neinum að umrædd lyf og misnotkun þeirra er auðvitað fíkn líkt og að reykja. Ekki myndi hvarfla að mér sem lækni að skrifa út tóbak, en það var kannski meiningin að láta lækna stýra neyslunni, ekki held ég að það kunni góðri lukku að stýra. Tóbak á ekki að selja í apótekum og hananú! Ef ég væri lyfsali undir þessum kringumstæðum myndi ég hafna sölu á slíkum varningi af prinsipp ástæðum. Það er best geymt bakvið kassann í ÁTVR þar sem er styttri opnunartími og færri útibú en lyfjaverslanir um land allt. Ef ætlunin er að gera aðgengið erfiðara væri þessi lausn að mínu viti mun skynsamlegri. Höfundur er læknir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun