Paul di Resta stefnir á stigasæti 8. júní 2011 15:30 Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. „Mótið í Montreal verður sannkallað ævintýri fyrir mig. Ég hef aldrei ekið brautina og það verður í forgangi að ná upp hraða sem fyrst og að læra á brautina", sagði di Resta í fréttaskeyti frá Force India. „Ég hef undirbúið mig í ökuhermi, en brautin er óvenjuleg og þarfnast þess að maður nái góðum hámarkshraða til að vera samkeppnisfær. Þess vegna erum við með sérstaka yfirbyggingu með lítið niðurtog. Það verður ný reynsla fyrir mig. Ég ók samskonar útfærslu á bíl á Monza brautinni í fyrra á æfingu og bíllinn lætur öðruvísi, þannig að ég þarf að venjast því." Di Resta sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum í Mónakó, í síðustu keppni, þar sem bíllinn var samkeppnisfær þegar hann hafði auða braut fyrir framan sig og möguleiki hefði verið á stigum. „Það væri gott að komast í stigasæti um helgina og það verður markmið mitt", sagði di Resta. Liðsfélagi hans, Adrian Sutil segist hlakka til að keppa í Montreal, í fallegri og alþóðlegri borg. „Þetta er eitt af uppáhaldsmótunum mínum og ég held að allir njóti sín þarna. Þess vegna reyni ég mæta aðeins fyrr þangað til að sjá borgina og jafna mig á fluginu", sagði Sutil. „Ég hef aldrei náð frábærum árangri í Kanada, þó ég hafi verið nokkuð fljótur þar. Ég náði í stig í fyrra, ef það hefði ekki verið fyrir sprungið dekk að þá hefði ég getað náð betri árangri. „Reynsla skiptir máli á brautinni, sem er með ójöfnum og bíllinn hreyfist mikið á brautinni, sem krefst sérstakrar aðgæslu. Þetta er braut sem er gott að taka framúr ár og með DRS (stillanlegan afturvæng) ætti mótið að verða enn áhugaverðara en ella", sagði Sutil. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. „Mótið í Montreal verður sannkallað ævintýri fyrir mig. Ég hef aldrei ekið brautina og það verður í forgangi að ná upp hraða sem fyrst og að læra á brautina", sagði di Resta í fréttaskeyti frá Force India. „Ég hef undirbúið mig í ökuhermi, en brautin er óvenjuleg og þarfnast þess að maður nái góðum hámarkshraða til að vera samkeppnisfær. Þess vegna erum við með sérstaka yfirbyggingu með lítið niðurtog. Það verður ný reynsla fyrir mig. Ég ók samskonar útfærslu á bíl á Monza brautinni í fyrra á æfingu og bíllinn lætur öðruvísi, þannig að ég þarf að venjast því." Di Resta sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum í Mónakó, í síðustu keppni, þar sem bíllinn var samkeppnisfær þegar hann hafði auða braut fyrir framan sig og möguleiki hefði verið á stigum. „Það væri gott að komast í stigasæti um helgina og það verður markmið mitt", sagði di Resta. Liðsfélagi hans, Adrian Sutil segist hlakka til að keppa í Montreal, í fallegri og alþóðlegri borg. „Þetta er eitt af uppáhaldsmótunum mínum og ég held að allir njóti sín þarna. Þess vegna reyni ég mæta aðeins fyrr þangað til að sjá borgina og jafna mig á fluginu", sagði Sutil. „Ég hef aldrei náð frábærum árangri í Kanada, þó ég hafi verið nokkuð fljótur þar. Ég náði í stig í fyrra, ef það hefði ekki verið fyrir sprungið dekk að þá hefði ég getað náð betri árangri. „Reynsla skiptir máli á brautinni, sem er með ójöfnum og bíllinn hreyfist mikið á brautinni, sem krefst sérstakrar aðgæslu. Þetta er braut sem er gott að taka framúr ár og með DRS (stillanlegan afturvæng) ætti mótið að verða enn áhugaverðara en ella", sagði Sutil.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira