Engin uppgjöf hjá Alonso 15. júní 2011 14:33 Fernando Alonso eftir að hann féll úr leik í Kanada á sunnudaginn. AP PHOTO: The Canadian Press Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101. Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira