Ingibjörg Sólrún setur enn ofan í við Ögmund 15. júní 2011 14:52 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?" Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag. Ögmundur segir í aðsendri grein að það hafi verið niðurstaða rannsóknarnefndarinnar „að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins." Ingibjörg setur ofan í við Ögmund á Facebook síðu sinni nú síðdegis og segir hann fara með fleipur. Hún bendir á að rannsóknarnefnd gerði engar tillögur um Landsdóm og niðurstaða hennar var að þrír, en ekki fjórir, ráðherrar hefðu gert mistök í starfi. „Það var hins vegar meirihluti sérstakrar þingnefndar sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til að Landsdómur yrði kallaður saman og sem tók pólitíska ákvörðun um að leggja til ákærur sem voru ekki í samræmi við niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis. Það voru síðan 33 þingmenn sem tóku þá pólitísku ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde einan ráðherra," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. Í gær skrifaði Ingibjörg Sólrún einnig um Ögmund og landsdómsmálið. Þar sagði hún að Ögmundur og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína á málinu í fréttaviðtölum og að þeir hafi beitt ákæruvaldi án þess að kynna sér niðurstöðu Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ingibjörg Sólrún spyr í þeirri færslu: „Var einhver að tala um pólitík í tengslum við „landsdómsmálið"? Skyldi það vera hugsanlegt að einhverjir þingmenn hafi látið stjórnast af hyggindum sem í hag gátu komið - pólitískt?"
Landsdómur Tengdar fréttir Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Umhugsunarefni Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. 15. júní 2011 07:00