Vettel og Red Bull í sterkri stöðu í stigamóti ökumanna og bílasmiða 27. júní 2011 13:23 Starfsmenn Red Bull eftir að hafa náð fyrsta og öðru sæti í mótinu í Valencia í gær. Mynd: Getty Images/Clive Rose/Red Bull Racing Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel muni halda áfram að stefna á sigur í einstökum mótum, fremur en spá í stöðuna í titilslagnum. Jafnvel þó hann sé kominn með 77 stiga forskot á næstu tvo menn í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra á árinu. Vettel vann sjötta sigurinn Í Valencia í gær. „Hann einbeitir sér að því að sigra. Í Montreal tók hann á öllu sem hann átti í síðasta hring af því hann vidi vera á undan á svæði sem gaf möguleika á framúrakstri. En það gekk ekki upp þar. En hugur hans vill 25 stig", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel er með 186 stig í stigakeppni ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull og Jenson Button hjá McLaren 109 hvor. Fyrir sigur fást 25 stig og staða Vettel er mjög sterk. Jafnvel þó Vettel félli úr leik í næstu þremur mótum og fengi engin stig, þá yrði hann enn efstur að stigum, þó að annaðhvort Webber eða Button ynnu þrjá sigra í röð og fengju þannig 75 stig til viðbótar. Vettel yrði samt með tveggja stiga forskot. Ellefu mót eru enn eftir í Formúlu 1 á árinu. Red Bull er efst í stigamóti bílasmiða með 295 stig, McLaren er með 206 og Ferrari 129. „Við munum einbeita okkur að móti frá móti, að hámarka árangur okkar um hverja mótshelgi. Um helgina vorum við þremur stigum frá því að ná hámarksárangri og náðum báðum bílum í verðlaunasæti", sagði Horner. Horner sagði Vettel og Red Bull liðið hafa komið sér í sterka stöðu, en að mikið væri eftir af keppnistímabilinu. „Við höfum nýtt möguleika okkar til þessa og það er gefandi fyrir liðið", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira